Fjórða hamingjusamasta þjóðin 10. janúar 2005 00:01 Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum. Heilsa Innlent Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum.
Heilsa Innlent Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira