Stjarnan komst áfram 9. janúar 2005 00:01 Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila. Stjörnuliðið hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins í gær enda var gríska liðið afar lélegt og það langslakasta sem sýndi listir sínar á fjölum Ásgarðs um helgina. Sigurinn stóri nægði þó ekki til að hreppa efsta sætið í riðlinum. Það fór til svissneska liðsins Spono Nottwill sem vann tyrkneska liðið Eskisehir Osmangazi, 32-22, í lokaumferðinni í gær. Stjörnustúlkur fóru rólega af stað í leiknum og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-7. Í síðari hálfleik tóku þær hins vegar öll völd og hreinlega kaffærðu tyrkneska liðið. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með sjö mörk og Anna Blöndal, fyrirliði liðsins, skoraði sex en annars lék Stjörnuliðið eins vel og það þurfti í þessum leik. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. Hann sagði fyrir leiki helgarinnar að markmiðið væri að komast áfram og það tókst. "Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og það er ég gríðarlega ánægður með. Stelpurnar stóðu sig frábærlega en mér finnst þær eiga enn meira inni. Liðið á eftir að toppa og ef það gerist á næstunni þá er allt mögulegt í sextán liða úrslitunum," sagði Erlendur en dregið verður á þriðjudaginn. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila. Stjörnuliðið hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins í gær enda var gríska liðið afar lélegt og það langslakasta sem sýndi listir sínar á fjölum Ásgarðs um helgina. Sigurinn stóri nægði þó ekki til að hreppa efsta sætið í riðlinum. Það fór til svissneska liðsins Spono Nottwill sem vann tyrkneska liðið Eskisehir Osmangazi, 32-22, í lokaumferðinni í gær. Stjörnustúlkur fóru rólega af stað í leiknum og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-7. Í síðari hálfleik tóku þær hins vegar öll völd og hreinlega kaffærðu tyrkneska liðið. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með sjö mörk og Anna Blöndal, fyrirliði liðsins, skoraði sex en annars lék Stjörnuliðið eins vel og það þurfti í þessum leik. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. Hann sagði fyrir leiki helgarinnar að markmiðið væri að komast áfram og það tókst. "Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og það er ég gríðarlega ánægður með. Stelpurnar stóðu sig frábærlega en mér finnst þær eiga enn meira inni. Liðið á eftir að toppa og ef það gerist á næstunni þá er allt mögulegt í sextán liða úrslitunum," sagði Erlendur en dregið verður á þriðjudaginn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira