
Innlent
Flutningabíll á leið vestur valt
Flutningabíll með tengivagn valt á hliðina ofan í skurð í Hrútafirði. Bíllinn var á leið til Ísafjarðar fullur af matvöru. Bjarni Gunnarsson bílstjóri flutningabílsins segir atvikið hafa átt sér stað þegar hann mætti öðrum flutningabíl á einbreiðu slitlagi um tíu kílómetrum vestan við Borðeyri. Snjóföl hafi verið á veginum þegar þeir mættust á lítilli ferð. Hann hafi því ekki séð hve sleipt var: "Ég hef trú á því að bíllinn sé ökufær," sagði Bjarni sem var á leið á staðinn í gær með öðrum flutningabíl að sækja varninginn.