Kvenfangar verr staddir en karlar 5. janúar 2005 00:01 "Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
"Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira