Menning

Reykingar hafa áhrif á námsárangur

Börn sem verða fyrir óbeinum reykingum á unga aldri standa sig verr í skóla en önnur börn samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsóknin, sem náði til 4400 barna í Bandaríkjunum, leiddi í ljós að jafnvel óbeinar reykingar í litlu magni leiddu til fylgni við slakari árangur í lestri og stærðfræði. Því meiri sem óbeinu reykingarnar höfðu verið hjá viðkomandi barni, því sterkari var fylgnin. Áhrifin héldust þrátt fyrir að áhrif annarra þátta, eins og menntunar foreldra, væru útilokuð. Rannsakendurnir hvetja til þess að algert bann verði sett á reykingar á opinberum stöðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×