Ný sundlaug og stærri salir í Laug 4. janúar 2005 00:01 "Á annan í jólum fengum við 900 manns hingað og var þó bara opið frá 10-18. Það segir mér að fólk komi vegna þess að því þyki gaman en ekki bara til að púla," segir Björn Leifsson framkvæmdastjóri í World Class í Laugardal. Stór innilaug, nýir leikfimisalir, fundarsalur með fullkomnum búnaði og fleiri þrekþjálfunartæki eru að bætast við þá heilsuræktaraðstöðu sem fyrir var í Laugum. Sundlaugarnar eru í eigu Reykjavíkurborgar og nýja innilaugin verður að mestu notuð til æfinga og kennslu en önnur mannvirki eru á vegum World Class sem Björn rekur af miklum myndarskap. "Hér eru níu þúsund manns að æfa að staðaldri og ég stefni að því að fjölga þeim í 11 þúsund þegar kemur fram í mars," segir hann galvaskur. Björn hugsar reyndar mun lengra en fram í mars því hann er með stóra drauma og óskir um uppbyggingu í Laugardalnum til framtíðar. En áður en við förum út í þá sálma göngum við um sali og virðum fyrir okkur þær framkvæmdir sem standa yfir á vegum World Class og kosta rúmar 60 milljónir, að sögn Björns. Fyrst komum við að nýjum skrifstofum og tæknilega fullkomnu herbergi fyrir smærri fundi er bætist við þann ráðstefnusal sem fyrir er og Björn segir hafa vakið lukku. "Menn eru hrifnir af því að geta endað fundi úti í laug eða í baðstofu," segir hann. Búið er að opna nýjan og hljóðlátan jógasal og tvo 250 fermetra leikfimisali með fjaðrandi gólfi fyrir pallaleikfimi, dans og hvað sem er. Auk þess er verið að stækka tækjasalinn um 400 fermetra. "Hver hefði trúað því að við mundum sprengja af okkur húsnæðið á einu ári," segir Björn brosandi og lýsir jafnfram fjölgun þrektækja sem eftir breytingar eru 310 talsins og í spinningsalnum hefur hjólum fjölgað úr 25 í 40. "Fólk er hrifið af aðstöðunni hér og aldurshópurinn hefur breikkað hjá okkur. Við höldum hávaða í lágmarki, spilum bara þægilega tónlist og lögun og loft salarins hindrar hljóðendurkast," segir Björn. Við höldum áfram að ganga um hin víðáttumiklu húsakynni Lauga. Komum að veitingastöðum, hárgreiðslustofu, nuddstofum, snyrtistofum og gufuböðum með ótal útfærslum. Óneitanlega er gaman að virða fyrir sér þessa aðstöðu sem ásamt sundlaugunum skapar fjölbreytta möguleika til heilsuræktar og dekurs. Heilsa Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Á annan í jólum fengum við 900 manns hingað og var þó bara opið frá 10-18. Það segir mér að fólk komi vegna þess að því þyki gaman en ekki bara til að púla," segir Björn Leifsson framkvæmdastjóri í World Class í Laugardal. Stór innilaug, nýir leikfimisalir, fundarsalur með fullkomnum búnaði og fleiri þrekþjálfunartæki eru að bætast við þá heilsuræktaraðstöðu sem fyrir var í Laugum. Sundlaugarnar eru í eigu Reykjavíkurborgar og nýja innilaugin verður að mestu notuð til æfinga og kennslu en önnur mannvirki eru á vegum World Class sem Björn rekur af miklum myndarskap. "Hér eru níu þúsund manns að æfa að staðaldri og ég stefni að því að fjölga þeim í 11 þúsund þegar kemur fram í mars," segir hann galvaskur. Björn hugsar reyndar mun lengra en fram í mars því hann er með stóra drauma og óskir um uppbyggingu í Laugardalnum til framtíðar. En áður en við förum út í þá sálma göngum við um sali og virðum fyrir okkur þær framkvæmdir sem standa yfir á vegum World Class og kosta rúmar 60 milljónir, að sögn Björns. Fyrst komum við að nýjum skrifstofum og tæknilega fullkomnu herbergi fyrir smærri fundi er bætist við þann ráðstefnusal sem fyrir er og Björn segir hafa vakið lukku. "Menn eru hrifnir af því að geta endað fundi úti í laug eða í baðstofu," segir hann. Búið er að opna nýjan og hljóðlátan jógasal og tvo 250 fermetra leikfimisali með fjaðrandi gólfi fyrir pallaleikfimi, dans og hvað sem er. Auk þess er verið að stækka tækjasalinn um 400 fermetra. "Hver hefði trúað því að við mundum sprengja af okkur húsnæðið á einu ári," segir Björn brosandi og lýsir jafnfram fjölgun þrektækja sem eftir breytingar eru 310 talsins og í spinningsalnum hefur hjólum fjölgað úr 25 í 40. "Fólk er hrifið af aðstöðunni hér og aldurshópurinn hefur breikkað hjá okkur. Við höldum hávaða í lágmarki, spilum bara þægilega tónlist og lögun og loft salarins hindrar hljóðendurkast," segir Björn. Við höldum áfram að ganga um hin víðáttumiklu húsakynni Lauga. Komum að veitingastöðum, hárgreiðslustofu, nuddstofum, snyrtistofum og gufuböðum með ótal útfærslum. Óneitanlega er gaman að virða fyrir sér þessa aðstöðu sem ásamt sundlaugunum skapar fjölbreytta möguleika til heilsuræktar og dekurs.
Heilsa Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira