
Innlent
Nýr lögreglubíll í Búðardal
Lögregluembættið í Búðardal fékk nýja lögreglubifreið í vikunni. Bifreiðin er samskonar þeirri sem skemmdist við lögregluútkall að bænum Ásum í Saurbæjarhreppi um miðjan desember. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Búðardal er bifreiðin ekki ný heldur kemur hún notuð frá bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Lögreglan hefur ekki verið bíllaus. Hún fékk lánsbíl frá lögreglunni í Borgarnesi. Nýja bifreiðin af tegundinni Trooper er sem stendur á verkstæði í almennri viðhaldsskoðun