Útskrifaðir af sjúkrahúsi

Tveir unglingar, sem voru fluttir á slysadeild eftir bruna í raðhúsi í Mosfellsbæ síðdegis í gær vegna gruns um reykeitrun, voru útskrifaðir í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á húsinu og eru eldsupptök ókunn, nema hvað eldurinn virðist hafa kviknað í dýnu.