Börkur undirbýr Karfann 2. janúar 2005 00:01 Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Aðeins ein tékknesk mynd sem var frumsýnd á árinu er fyrir ofan Sterkt kaffi á listanum. Einnig kemur fram að mynd Barkar sé ein af þremur sem er talin líklegust til afreka á verðlaunahátíðinni Tékkneska ljóninu þar sem 60 til 70 myndir keppast um hin virtu kvikmyndaverðlaun. Zelary hlaut til að mynda tvenn slík verðlaun á þessu ári. Börkur segir þessa góðu dóma vera gleðileg tíðindi. Gerir hann sér þó engar sérstakar vonir um tilnefningar til Tékkneska ljónsins og er fyrst og fremst ánægður með að vera nefndur í hópi annarra góðra mynda. "Þetta er mjög hvetjandi og það er alltaf jafngaman að einhverjir höfðingjar hafi áhuga á myndinni," sagði Börkur. Myndinni hefur einnig verið dreift um Pólland, Ungverjaland og Slóvakíu auk þess sem hún hefur verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum við góðar undirtektir. Sterkt kaffi er gamanmynd í fullri lengd um samskipti kynjanna. Hún fjallar um tvö pör á þrítugsaldri sem fara í ferðalag til æskuslóða stúlknanna. Lýsir hún á kómískan hátt hvernig þessi pör takast á við það álag sem fylgir því að fara út á land, þar sem gemsar virka ekki og rafmagn, sjónvarp og gott kaffi er vandfundið. Börkur er þegar farinn að undirbúa sína næstu mynd, Karfinn, sem fjallar einnig um sambönd. "Hún sýnir kómíska hlið á fjölskyldusamböndum og hversu fólk á erfitt með að ná saman. Hún heitir Karfinn, sem er einmitt jólamaturinn í Tékklandi. Allir eru hræddir um að vera einir um jólin og berjast því fyrir því að fjölskyldan nái saman," segir hann. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Aðeins ein tékknesk mynd sem var frumsýnd á árinu er fyrir ofan Sterkt kaffi á listanum. Einnig kemur fram að mynd Barkar sé ein af þremur sem er talin líklegust til afreka á verðlaunahátíðinni Tékkneska ljóninu þar sem 60 til 70 myndir keppast um hin virtu kvikmyndaverðlaun. Zelary hlaut til að mynda tvenn slík verðlaun á þessu ári. Börkur segir þessa góðu dóma vera gleðileg tíðindi. Gerir hann sér þó engar sérstakar vonir um tilnefningar til Tékkneska ljónsins og er fyrst og fremst ánægður með að vera nefndur í hópi annarra góðra mynda. "Þetta er mjög hvetjandi og það er alltaf jafngaman að einhverjir höfðingjar hafi áhuga á myndinni," sagði Börkur. Myndinni hefur einnig verið dreift um Pólland, Ungverjaland og Slóvakíu auk þess sem hún hefur verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum við góðar undirtektir. Sterkt kaffi er gamanmynd í fullri lengd um samskipti kynjanna. Hún fjallar um tvö pör á þrítugsaldri sem fara í ferðalag til æskuslóða stúlknanna. Lýsir hún á kómískan hátt hvernig þessi pör takast á við það álag sem fylgir því að fara út á land, þar sem gemsar virka ekki og rafmagn, sjónvarp og gott kaffi er vandfundið. Börkur er þegar farinn að undirbúa sína næstu mynd, Karfinn, sem fjallar einnig um sambönd. "Hún sýnir kómíska hlið á fjölskyldusamböndum og hversu fólk á erfitt með að ná saman. Hún heitir Karfinn, sem er einmitt jólamaturinn í Tékklandi. Allir eru hræddir um að vera einir um jólin og berjast því fyrir því að fjölskyldan nái saman," segir hann.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira