Afmælisbarn sunnudagsins 21. desember 2005 00:01 Ég sá nýlega pistil í blaði eftir einstaklega víðförulan mann þar sem hann hélt því fram að Svíar, Norðmenn, Finnar og Danir kynnu betur að halda jól en annað fólk á þessari jörð. Ekki veit ég hvort hann sleppti Íslandi, einu Norðurlanda, úr upptalningunni vegna kunnáttuleysis eða kunnáttusemi um íslenskt jólahald. Hvoru tveggja virðist álíka sennilegt. Allt sem maðurinn sagði um jólahald hjá nágrönnum okkar í Skandinavíu minnti á þá staðreynd að í þessum heimshluta hafa menn langa reynslu af því að reyna gera gott úr vetrinum. Á þeirri reynslu byggir mikið af jólahaldi þessara þjóða eins og ég var þægilega minntur á núna um daginn þegar ég sótti sænska Lúcíuhátið og finnska jólavöku í sömu vikunni. Það var líka greinilegt að dálkahöfundurinn hafði heillast af þeirri kyrrð, rósemd og notalegheitum sem finna má í aðventu og jólahaldi hjá nágrönnum okkar. Það er ekki víst að hann hefði fundið það sama á íslenskri aðventu. Ég veit ekki hvort hugtakið jólastress er til á öðrum tungumálum en íslensku en það er í öllu falli óvíða sem aðstæður hafa hrópað á slíkt hugtak með sama hætti og í okkar landi. Kveikjan að grein mannsins var annars kenning sem virðist njóta mikils fylgis víða á Vesturlöndum þetta árið. Hún er sú að jólin séu sérlega hallærislegt fyrirbæri og komin úr tísku hjá öllu sæmilega vitibornu fólki sem leiðir þau að mestu hjá sér eða flýr heimaslóðir á þessum árstíma. Það er raunar ekki um það að efast að jól eiga það til að vera einstaklega hallærisleg á mælikvarða fágaðs smekks í hegðun og hugsun. En menn þurfa líka alveg að misskilja tilgang hátíða, trúarlegra og veraldlegra, til að leggja slíka mælikvarða á jólahald. Það er hins vegar vafalítið rétt að jólin eru komin úr tísku hjá mörgum Evrópubúum. Þetta sést meðal annars á því að milljónir manna flýja úr borgum og bæjum álfunnar um jólin eða í aðdraganda þeirra og halda til staða þar sem lítil hefð er fyrir jólahaldi. Það hefur líka orðið auðveldara með árunum að leiða jólin gersamlega hjá sér í evrópskum stórborgum því þar geta menn núorðið lesið dagblöð og horft á sjónvarp dagana fyrir jól án þess að vera sérstaklega minntir á hátíðarnar sem í hönd fara. Það eina sem minnir á jólin í dagblöðunum sem ég les hér á meginlandinu eru daglegar áhyggjur manna af því að verslun fyrir jólin verði víða í álfunni of lítil til að ýta við eftirspurn í hagkerfinu. Það er líklega óvíða, eða jafnvel hvergi, sem fjölmiðar og daglegt líf er svo gersamlega lagt undir jólaundirbúning eins og á Íslandi. Sem væri svo sem ágætt ef allt þetta stúss snerist um leit að þeirri kyrrð og rósemd og þeim friði sem finna má í kulda og myrkri þessa árstíma. Eða þá um kristna trú sem menn tengja oft við jólahald þótt trúin virðist ekki hafa umtalsverð áhrif á það. Í Betlehem hefur mér stundum verið hugsað til jóla úr bernsku en í þeim heimshluta verða minningar um íslensk jól þó öllu áleitnari á árlegum verslunarhátíðum í olíuríkjunum við Persaflóa en á völlunum neðan við Betlehem. Ég held að menn geti verið sammála um að ákveðið spennuástand ríki á milli jólahalds á Íslandi og kristinna guðspjalla. Það er frekar vegna vaxandi andúðar á taumlausari afbrigðum af neysluhyggju en vegna þverrandi áhrifa kristinnar trúar að jólahald er minna í tísku í Evrópu en áður. Neysluhyggjan verður að teljast nokkuð á skjön við ráð guðspjallanna til manna, og raunar ráð allra trúarbragða heimsins, og því ættu menn kannski að fagna þessum þverrandi áhuga á jólunum í evrópskum borgum. Hin sjáanlegu jól í Evrópu eru heldur ekki stórlega öðru vísi en jól í austur Asíu þar sem jólin koma trúarlífi nákvæmlega ekkert við og jólin eru tengd við jólasveininn en ekki við krist. Þar austur frá sagði mér maður af hindúasið að sá maður sem sneri í áttina frá sjálfum sér og sínum litla heimi sneri í áttina til guðs. Afmælisbarn sunnudagsins sagði eitthvað svipað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Ég sá nýlega pistil í blaði eftir einstaklega víðförulan mann þar sem hann hélt því fram að Svíar, Norðmenn, Finnar og Danir kynnu betur að halda jól en annað fólk á þessari jörð. Ekki veit ég hvort hann sleppti Íslandi, einu Norðurlanda, úr upptalningunni vegna kunnáttuleysis eða kunnáttusemi um íslenskt jólahald. Hvoru tveggja virðist álíka sennilegt. Allt sem maðurinn sagði um jólahald hjá nágrönnum okkar í Skandinavíu minnti á þá staðreynd að í þessum heimshluta hafa menn langa reynslu af því að reyna gera gott úr vetrinum. Á þeirri reynslu byggir mikið af jólahaldi þessara þjóða eins og ég var þægilega minntur á núna um daginn þegar ég sótti sænska Lúcíuhátið og finnska jólavöku í sömu vikunni. Það var líka greinilegt að dálkahöfundurinn hafði heillast af þeirri kyrrð, rósemd og notalegheitum sem finna má í aðventu og jólahaldi hjá nágrönnum okkar. Það er ekki víst að hann hefði fundið það sama á íslenskri aðventu. Ég veit ekki hvort hugtakið jólastress er til á öðrum tungumálum en íslensku en það er í öllu falli óvíða sem aðstæður hafa hrópað á slíkt hugtak með sama hætti og í okkar landi. Kveikjan að grein mannsins var annars kenning sem virðist njóta mikils fylgis víða á Vesturlöndum þetta árið. Hún er sú að jólin séu sérlega hallærislegt fyrirbæri og komin úr tísku hjá öllu sæmilega vitibornu fólki sem leiðir þau að mestu hjá sér eða flýr heimaslóðir á þessum árstíma. Það er raunar ekki um það að efast að jól eiga það til að vera einstaklega hallærisleg á mælikvarða fágaðs smekks í hegðun og hugsun. En menn þurfa líka alveg að misskilja tilgang hátíða, trúarlegra og veraldlegra, til að leggja slíka mælikvarða á jólahald. Það er hins vegar vafalítið rétt að jólin eru komin úr tísku hjá mörgum Evrópubúum. Þetta sést meðal annars á því að milljónir manna flýja úr borgum og bæjum álfunnar um jólin eða í aðdraganda þeirra og halda til staða þar sem lítil hefð er fyrir jólahaldi. Það hefur líka orðið auðveldara með árunum að leiða jólin gersamlega hjá sér í evrópskum stórborgum því þar geta menn núorðið lesið dagblöð og horft á sjónvarp dagana fyrir jól án þess að vera sérstaklega minntir á hátíðarnar sem í hönd fara. Það eina sem minnir á jólin í dagblöðunum sem ég les hér á meginlandinu eru daglegar áhyggjur manna af því að verslun fyrir jólin verði víða í álfunni of lítil til að ýta við eftirspurn í hagkerfinu. Það er líklega óvíða, eða jafnvel hvergi, sem fjölmiðar og daglegt líf er svo gersamlega lagt undir jólaundirbúning eins og á Íslandi. Sem væri svo sem ágætt ef allt þetta stúss snerist um leit að þeirri kyrrð og rósemd og þeim friði sem finna má í kulda og myrkri þessa árstíma. Eða þá um kristna trú sem menn tengja oft við jólahald þótt trúin virðist ekki hafa umtalsverð áhrif á það. Í Betlehem hefur mér stundum verið hugsað til jóla úr bernsku en í þeim heimshluta verða minningar um íslensk jól þó öllu áleitnari á árlegum verslunarhátíðum í olíuríkjunum við Persaflóa en á völlunum neðan við Betlehem. Ég held að menn geti verið sammála um að ákveðið spennuástand ríki á milli jólahalds á Íslandi og kristinna guðspjalla. Það er frekar vegna vaxandi andúðar á taumlausari afbrigðum af neysluhyggju en vegna þverrandi áhrifa kristinnar trúar að jólahald er minna í tísku í Evrópu en áður. Neysluhyggjan verður að teljast nokkuð á skjön við ráð guðspjallanna til manna, og raunar ráð allra trúarbragða heimsins, og því ættu menn kannski að fagna þessum þverrandi áhuga á jólunum í evrópskum borgum. Hin sjáanlegu jól í Evrópu eru heldur ekki stórlega öðru vísi en jól í austur Asíu þar sem jólin koma trúarlífi nákvæmlega ekkert við og jólin eru tengd við jólasveininn en ekki við krist. Þar austur frá sagði mér maður af hindúasið að sá maður sem sneri í áttina frá sjálfum sér og sínum litla heimi sneri í áttina til guðs. Afmælisbarn sunnudagsins sagði eitthvað svipað.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun