Falskur tónn 14. desember 2005 00:01 Gestir KB banka og forsetaembættisins á lokuðum boðshljómleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á fimmtudag urðu víst vitni að stórkostlegum söng velska baritónsöngvarans Bryn Terfel. Hástemmd lýsingarorð hafa fallið um frammistöðu hans og sumir höfðu víst aldrei heyrt jafn fagran og góðan söng um ævina - og búast jafnvel ekki við að heyra annað eins það sem eftir lifir. Bryn Terfel er heitasta númerið á baritónsviðinu um þessar mundir og á aðdáendur um allan heim. Hann er eins og U2 í rokkinu. Margir eiga sér þann draum heitastan að komast á tónleika með honum en hjá flestum verður sá draumur bara áfram draumur. Það voru því mikil tíðindi þegar spurðist að Terfel myndi syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Íslandi. Þau tíðindi breyttust hins vegar í martröð fyrir suma þegar í ljós kom að hann myndi aðeins syngja á einum tónleikum - og það á lokuðum boðstónleikum. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á síðustu árum vakið athygli og eftirtekt í útlöndum. Hljómsveitin þykir góð og hefur hlotið lofsamlega dóma fyrir tónleika og hljómplötur hjá virtum tónlistarrýnum. Um leið hefur sveitin verið umdeild á Íslandi, eins og reyndar margar aðrar menningarstofnanir, og er það skoðun sumra að íslenska ríkið eigi ekki að starfrækja hljómsveit, hvorki sinfóníska né aðra. En hljómsveitin er til og eins og með annað sem heyrir undir hið opinbera ættu allir að eiga möguleika á að njóta þess sem sveitin býður upp á. En því er ekki að heilsa. Í það minnsta ekki á fimmtudaginn í síðustu viku þegar sjálfur Bryn Terfel tróð upp með henni. Það má í raun spyrja hvort þetta ætti ekki að vera öfugt. Lokaðir boðshljómleikar árið um kring en opna salinn upp á gátt þegar stórmenni á borð við Terfel koma í heimsókn. Nú þegar er ljóst að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur skaðast á hljómleikahaldi fimmtudagsins. Skuggi hefur fallið á ímynd hennar sem látlausrar og vinalegrar menningarstofnunar því þegar stórmenni fást á sviðið með henni er boðið upp í dans með KB banka og forsetaembættinu en skellt í lás á almúgann. Þetta láta aðdáendur Sinfóníuhljómsveitarinnar ekki yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. Tvær konur skrifuðu í Morgunblaðið í gær og lýstu skoðunum sínum. Önnur þeirra, Steinunn Theodórsdóttir, hefur verið unnandi hljómsveitarinnar frá fyrstu tónleikum hennar í Austurbæjarbíói. Hún hefur sótt allflesta tónleika hljómsveitarinnar og verið fastur áskrifandi um áratugaskeið. En nú segir hún sig úr vinafélaginu. "..hljómsveitin okkar er notuð í fáfengileik og snobb," segir Steinunn í greininni í Morgunblaðinu. Ingibjörg Ásgeirsdóttir veltir meðal annars fyrir sér tilgangi og hlutverki ríkisstofnana í grein í sama blaði. Hún segist lengi hafa verið einlægur aðdáandi Bryn Terfel og látið sig dreyma um að komast á tónleika og heyra hann syngja í eigin persónu. Það hafi því verið skelfileg vonbrigði að hafa ekki einu sinni fengið tækifæri til að kaupa miða á tónleikana í síðustu viku. Stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ættu að hafa áhyggjur af orðum þessara tveggja kvenna og ákveða að halda aldrei aftur lokaða boðstónleika. Forseti Íslands hefur líka vonandi tekið þátt í slíku hljómleikahaldi í síðasta sinn. "Keppikefli Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að sem flestir komi og njóti tónleika sveitarinnar," segir meðal annars í stefnumörkun hennar. Það var sannarlega ekkert sérstakt keppikefli á fimmtudaginn í síðustu viku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Gestir KB banka og forsetaembættisins á lokuðum boðshljómleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á fimmtudag urðu víst vitni að stórkostlegum söng velska baritónsöngvarans Bryn Terfel. Hástemmd lýsingarorð hafa fallið um frammistöðu hans og sumir höfðu víst aldrei heyrt jafn fagran og góðan söng um ævina - og búast jafnvel ekki við að heyra annað eins það sem eftir lifir. Bryn Terfel er heitasta númerið á baritónsviðinu um þessar mundir og á aðdáendur um allan heim. Hann er eins og U2 í rokkinu. Margir eiga sér þann draum heitastan að komast á tónleika með honum en hjá flestum verður sá draumur bara áfram draumur. Það voru því mikil tíðindi þegar spurðist að Terfel myndi syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Íslandi. Þau tíðindi breyttust hins vegar í martröð fyrir suma þegar í ljós kom að hann myndi aðeins syngja á einum tónleikum - og það á lokuðum boðstónleikum. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á síðustu árum vakið athygli og eftirtekt í útlöndum. Hljómsveitin þykir góð og hefur hlotið lofsamlega dóma fyrir tónleika og hljómplötur hjá virtum tónlistarrýnum. Um leið hefur sveitin verið umdeild á Íslandi, eins og reyndar margar aðrar menningarstofnanir, og er það skoðun sumra að íslenska ríkið eigi ekki að starfrækja hljómsveit, hvorki sinfóníska né aðra. En hljómsveitin er til og eins og með annað sem heyrir undir hið opinbera ættu allir að eiga möguleika á að njóta þess sem sveitin býður upp á. En því er ekki að heilsa. Í það minnsta ekki á fimmtudaginn í síðustu viku þegar sjálfur Bryn Terfel tróð upp með henni. Það má í raun spyrja hvort þetta ætti ekki að vera öfugt. Lokaðir boðshljómleikar árið um kring en opna salinn upp á gátt þegar stórmenni á borð við Terfel koma í heimsókn. Nú þegar er ljóst að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur skaðast á hljómleikahaldi fimmtudagsins. Skuggi hefur fallið á ímynd hennar sem látlausrar og vinalegrar menningarstofnunar því þegar stórmenni fást á sviðið með henni er boðið upp í dans með KB banka og forsetaembættinu en skellt í lás á almúgann. Þetta láta aðdáendur Sinfóníuhljómsveitarinnar ekki yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. Tvær konur skrifuðu í Morgunblaðið í gær og lýstu skoðunum sínum. Önnur þeirra, Steinunn Theodórsdóttir, hefur verið unnandi hljómsveitarinnar frá fyrstu tónleikum hennar í Austurbæjarbíói. Hún hefur sótt allflesta tónleika hljómsveitarinnar og verið fastur áskrifandi um áratugaskeið. En nú segir hún sig úr vinafélaginu. "..hljómsveitin okkar er notuð í fáfengileik og snobb," segir Steinunn í greininni í Morgunblaðinu. Ingibjörg Ásgeirsdóttir veltir meðal annars fyrir sér tilgangi og hlutverki ríkisstofnana í grein í sama blaði. Hún segist lengi hafa verið einlægur aðdáandi Bryn Terfel og látið sig dreyma um að komast á tónleika og heyra hann syngja í eigin persónu. Það hafi því verið skelfileg vonbrigði að hafa ekki einu sinni fengið tækifæri til að kaupa miða á tónleikana í síðustu viku. Stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ættu að hafa áhyggjur af orðum þessara tveggja kvenna og ákveða að halda aldrei aftur lokaða boðstónleika. Forseti Íslands hefur líka vonandi tekið þátt í slíku hljómleikahaldi í síðasta sinn. "Keppikefli Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að sem flestir komi og njóti tónleika sveitarinnar," segir meðal annars í stefnumörkun hennar. Það var sannarlega ekkert sérstakt keppikefli á fimmtudaginn í síðustu viku.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun