Mogginn sýnir gómana 8. desember 2005 06:00 Ég sat við vinnu mína, þegar síminn hringdi: það var lögreglan. Ég sperrti eyrun. Erindi hringjarans var að bjóða mér góðfúslega á lögreglustöðina til léttrar yfirheyrslu að ósk ríkissaksóknara. Tilefnið var, að ég hafði nokkru áður skýrt frá því hér í blaðinu, að ónafngreindur sessunautur minn í flugvél, einn af virðingarmönnum íslenzks atvinnulífs, hefði sagt mér nöfn sakborninganna sex í Baugsmálinu, áður en ákæran var birt. Mér var ljúft að þekkjast boð lögreglunnar, sagðist reyndar vera nýfluttur í hverfið, stutt að fara. Yfirheyrslan hófst á því, að fulltrúi lögreglunnar sýndi mér ljósrit af greininni, sem var tilefni heimsóknarinnar ("Kannski tuttugu manns" heitir hún og er endurprentuð í glænýju greinasafni mínu, Tveir heimar, Háskólaútgáfan, 2005). Hann spurði: Skrifaðir þú þessa grein? Ég játti því. Síðan reyndi ég, eiðsvarinn, að greiða eftir beztu getu úr spurningum lögreglumannsins, nema ég hlaut sem blaðamaður og pistlahöfundur að áskilja mér rétt til þess að greina ekki frá nafni viðmælanda míns í vélinni. Ríkissaksóknari virti þessa afstöðu og lét málið falla niður og sendi frá sér bréf þess efnis. Og hvað gerist? Mogginn fer af stað. Hinn 30. september birtir Morgunblaðið mér svohljóðandi orðsendingu í ritstjórnargrein: "Er Þorvaldur Gylfason búinn að upplýsa lögregluna um hver þessi "ónefndi maður" er? Það er alvarlegt mál, ef einhver "innvígður", sem búið hefur yfir vitneskju um hverjir yrðu ákærðir af eðlilegum ástæðum, segir samferðamanni frá því fyrir birtingu ákæru. Það er líka alvörumál, ef einhver, sem ekki átti að búa yfir vitneskjunni hefur haft hana undir höndum. Í báðum tilvikum er ljóst, að nauðsynlegt er að opinber rannsókn ... nái til þessarar frásagnar Þorvaldar Gylfasonar. Prófessorinn er því kominn í hóp þeirra, sem rannsóknin hlýtur að ná til." Hér er Morgunblaðið að hvetja til þess berum orðum, að ég sé knúinn til að rjúfa þá höfuðskyldu sérhvers blaðamanns að vernda heimildarmenn sína - og það eftir að fram kom í fréttum, að rannsókn málsins væri lokið. Ætla mætti, að Siðanefnd blaðamanna léti slíka aðför Morgunblaðsins að réttindum og skyldum dálkahöfundar til sín taka, en reglur nefndarinnar leyfa henni ekki að taka slíkt frumkvæði. Þær leyfa þeim einum, sem eiga hagsmuna að gæta, að leggja fram kæru innan tveggja mánaða. Vonsviknir lesendur, sem bera hag og virðingu Morgunblaðsins fyrir brjósti, teljast ekki eiga hagsmuna að gæta og geta því ekki kært. Ég kærði mig kollóttan. Viku áður, 23. september, hafði Morgunblaðið birt heilsíðuviðtal við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem hann byrjar svar sitt við spurningu blaðamanns um frásögn mína í Fréttablaðinu á þessa leið: "Ég veit ekki hver þessi huldumaður er eða hvort hann er í raun og veru til." (Leturbreyting mín, ÞG.) Síðari hluti setningarinnar jafngildir ásökun um meinsæri, sýnist mér, þar eð lögreglustjóranum bar skylda til að vita um eiðsvarinn vitnisburð minn um samtalið í flugvélinni. Lögmenn tjá mér, að líklega hafi Haraldur Johannessen með þessu tali gerzt brotlegur gegn 236. grein hegningarlaga. Hvers vegna fer ég ekki í mál? Því er fljótsvarað: málshöfðun er ekki minn stíll. Hvers vegna rýf ég ekki regluna? - ef það mætti verða til þess, að ríkislögreglustjórinn segði af sér. Ég hef ekki trú á því, að lögreglustjórinn sæi ástæðu til að segja af sér, þótt hann fengi sektardóm. Þessir menn segja aldrei af sér: það er ekki þeirra stíll. Seðlabanki Íslands er eini seðlabankinn norðan (og sunnan!) Miðjarðarhafs, þar sem aðalbankastjórinn hefur fengið dóm fyrir meiðyrði - og menn virðast gera sér það að góðu; Seðlabankinn nýtur ekki meiri virðingar en svo. Í Hæstarétti Íslands situr nú dómari, sem skilur eftir sig slóða af bréfum með ávörpum eins og: "Þú ert einhver ömurlegasta persóna sem ég... Framkoma þín bendir til þess að þú sért ekki heill heilsu." (úr bréfi dómarans til Þorvarðs Elíassonar skólastjóra, bréfið var birt í blöðunum). Annað sýnishorn: "Ég ... legg til að þú kannir betur heimildir þínar næst ... Hef ég þar í huga þína hagsmuni en ekki mína" (úr bréfi til læknis, sem hafði farið með rétt mál í aðsendri Morgunblaðsgrein og dómarinn, þáverandi lögmaður Morgunblaðsins, þekkti ekki neitt). Svona bréf senda menn ekki einu sinni frá sér á Sikiley - einmitt til að eiga það ekki á hættu, að þau birtist í blöðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Ég sat við vinnu mína, þegar síminn hringdi: það var lögreglan. Ég sperrti eyrun. Erindi hringjarans var að bjóða mér góðfúslega á lögreglustöðina til léttrar yfirheyrslu að ósk ríkissaksóknara. Tilefnið var, að ég hafði nokkru áður skýrt frá því hér í blaðinu, að ónafngreindur sessunautur minn í flugvél, einn af virðingarmönnum íslenzks atvinnulífs, hefði sagt mér nöfn sakborninganna sex í Baugsmálinu, áður en ákæran var birt. Mér var ljúft að þekkjast boð lögreglunnar, sagðist reyndar vera nýfluttur í hverfið, stutt að fara. Yfirheyrslan hófst á því, að fulltrúi lögreglunnar sýndi mér ljósrit af greininni, sem var tilefni heimsóknarinnar ("Kannski tuttugu manns" heitir hún og er endurprentuð í glænýju greinasafni mínu, Tveir heimar, Háskólaútgáfan, 2005). Hann spurði: Skrifaðir þú þessa grein? Ég játti því. Síðan reyndi ég, eiðsvarinn, að greiða eftir beztu getu úr spurningum lögreglumannsins, nema ég hlaut sem blaðamaður og pistlahöfundur að áskilja mér rétt til þess að greina ekki frá nafni viðmælanda míns í vélinni. Ríkissaksóknari virti þessa afstöðu og lét málið falla niður og sendi frá sér bréf þess efnis. Og hvað gerist? Mogginn fer af stað. Hinn 30. september birtir Morgunblaðið mér svohljóðandi orðsendingu í ritstjórnargrein: "Er Þorvaldur Gylfason búinn að upplýsa lögregluna um hver þessi "ónefndi maður" er? Það er alvarlegt mál, ef einhver "innvígður", sem búið hefur yfir vitneskju um hverjir yrðu ákærðir af eðlilegum ástæðum, segir samferðamanni frá því fyrir birtingu ákæru. Það er líka alvörumál, ef einhver, sem ekki átti að búa yfir vitneskjunni hefur haft hana undir höndum. Í báðum tilvikum er ljóst, að nauðsynlegt er að opinber rannsókn ... nái til þessarar frásagnar Þorvaldar Gylfasonar. Prófessorinn er því kominn í hóp þeirra, sem rannsóknin hlýtur að ná til." Hér er Morgunblaðið að hvetja til þess berum orðum, að ég sé knúinn til að rjúfa þá höfuðskyldu sérhvers blaðamanns að vernda heimildarmenn sína - og það eftir að fram kom í fréttum, að rannsókn málsins væri lokið. Ætla mætti, að Siðanefnd blaðamanna léti slíka aðför Morgunblaðsins að réttindum og skyldum dálkahöfundar til sín taka, en reglur nefndarinnar leyfa henni ekki að taka slíkt frumkvæði. Þær leyfa þeim einum, sem eiga hagsmuna að gæta, að leggja fram kæru innan tveggja mánaða. Vonsviknir lesendur, sem bera hag og virðingu Morgunblaðsins fyrir brjósti, teljast ekki eiga hagsmuna að gæta og geta því ekki kært. Ég kærði mig kollóttan. Viku áður, 23. september, hafði Morgunblaðið birt heilsíðuviðtal við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem hann byrjar svar sitt við spurningu blaðamanns um frásögn mína í Fréttablaðinu á þessa leið: "Ég veit ekki hver þessi huldumaður er eða hvort hann er í raun og veru til." (Leturbreyting mín, ÞG.) Síðari hluti setningarinnar jafngildir ásökun um meinsæri, sýnist mér, þar eð lögreglustjóranum bar skylda til að vita um eiðsvarinn vitnisburð minn um samtalið í flugvélinni. Lögmenn tjá mér, að líklega hafi Haraldur Johannessen með þessu tali gerzt brotlegur gegn 236. grein hegningarlaga. Hvers vegna fer ég ekki í mál? Því er fljótsvarað: málshöfðun er ekki minn stíll. Hvers vegna rýf ég ekki regluna? - ef það mætti verða til þess, að ríkislögreglustjórinn segði af sér. Ég hef ekki trú á því, að lögreglustjórinn sæi ástæðu til að segja af sér, þótt hann fengi sektardóm. Þessir menn segja aldrei af sér: það er ekki þeirra stíll. Seðlabanki Íslands er eini seðlabankinn norðan (og sunnan!) Miðjarðarhafs, þar sem aðalbankastjórinn hefur fengið dóm fyrir meiðyrði - og menn virðast gera sér það að góðu; Seðlabankinn nýtur ekki meiri virðingar en svo. Í Hæstarétti Íslands situr nú dómari, sem skilur eftir sig slóða af bréfum með ávörpum eins og: "Þú ert einhver ömurlegasta persóna sem ég... Framkoma þín bendir til þess að þú sért ekki heill heilsu." (úr bréfi dómarans til Þorvarðs Elíassonar skólastjóra, bréfið var birt í blöðunum). Annað sýnishorn: "Ég ... legg til að þú kannir betur heimildir þínar næst ... Hef ég þar í huga þína hagsmuni en ekki mína" (úr bréfi til læknis, sem hafði farið með rétt mál í aðsendri Morgunblaðsgrein og dómarinn, þáverandi lögmaður Morgunblaðsins, þekkti ekki neitt). Svona bréf senda menn ekki einu sinni frá sér á Sikiley - einmitt til að eiga það ekki á hættu, að þau birtist í blöðunum.