Vær bandarískur draumur 9. nóvember 2005 06:00 Í gær heyrði ég frétt þess efnis á BBC að nýjar rannsóknir bentu til þess að auðveldara sé fyrir fólk að brjótast út úr fátækt í löndum Evrópu en í Bandaríkjunum. Það er hins vegar áhrifamesta trúarsetning bandarískra stjórnmála að Bandaríkin skeri sig frá öðrum hlutum heimsins og séu landið þar sem hinir fátæku þurfa ekki annað en vilja og dugnað til að komast í álnir. Þetta er ameríski draumurinn og á honum hvílir margt af því sérstaka við bandarísk stjórnmál. Trúin á hann myndar grunnurinn að lífseigri þjóðarsátt um almenna skipan samfélagsins. Stærsta ástæðan fyrir því að hugmyndir manna þar vestra um ójöfnuð í samfélaginu og um hlutverk ríkisins við að tryggja efnalegt öryggi borgaranna eru ólíkar því sem algengasgt er í Evrópu er líklega sú að í Bandaríkjunum trúa menn því almennt að árangur í lífinu ráðist nánast eingöngu af dugnaði og útsjónasemi einstaklinganna sjálfra. Lausnina á vandamálum fátækar er því að finna hjá einstaklingunum en ekki hjá samfélaginu. Rannsóknin sem BBC sagði frá bendir hins vegar til þess að ameríski draumurinn sé nær veruleikanum í hinni sósíalísku Evrópu en í Bandaríkjunum. Sú niðurstaða er auðvitað ekki síðasta orðið í þessu máli. Flestar athuganir benda hins vegar til þess að ójöfnuður fari ekki einungis stórlega vaxandi í Bandaríkjunum heldur sé félagslegur hreyfanleiki einnig að minnka. Breska tímaritið The Economist, sem oftast gagnrýnir á ameríska módelið í hagstjórn minna en hin evrópsku, gerði sérstakta úttekt á þessari þróun í upphafi þessa árs og varaði við því að Bandaríkin væru í hættu með að verða að stéttasamfélagi af því tagi sem áður þekktust í Bretlandi og Evrópu. Flestar kannanir, en raunar ekki allar, gefa til kynna að sífellt verði erfiðara fyrir fólk úr fátækum fjölskyldum að vinna sig upp þjóðfélagsstigann. Stéttastaða foreldra virðist ráða sífellt meiru um efnalegt gengi barna og vera besta vísbendingin um hvað bíður barnanna í lífinu. Fyrir þessu eru margar ástæður en líklega er eina þá veigamestu að finna í menntakerfinu. Sæmilega efnað fólk ver stórum hluta tekna sinna í að greiða himinhá skólagjöld fyrir börnin sín allt frá því þau eru í barnaskóla og þar til háskólaprófi lýkur. Meirihluti fólks verður hins vegar að sætta sig við skóla sem oft eru miklu lélegri en algengast er um skóla annars staðar á Vesturlöndum. Í Evrópu er nám við góða grunnskóla og háskóla hins vegar yfirleitt lítið fjárhagslega íþyngjandi. Amerískir háskólar hafa lengi verið sagðir hinir bestu í heimi og á það er oft bent að umfangsmikið styrkjakerfi veitir gáfuðum en fátækum nemendum aðgang að góðri menntun. Hvoru tveggja er hins vegar líklega ofsagt. Nokkrir tugir háskóla í Bandaríkjunum eru á meðal hinna allra bestu í heiminum. Tvær nýlegar kannanir röðuðu átta bandarískum háskólum í tíu efstu sætin á heimslista yfir háskóla. Ef litið er niður eftir listanum breytist þetta hins vegar. Fleiri af 100 eða 200 bestu háskólum heimsins eru í Evrópu en í Bandaríkjunum. Lítið brot þjóðarinnar fer í bestu skólana en fjögur þúsund háskólar eru í landinu. Svipuð saga er sögð af neðri þrepum skólakerfisins. Í 150 bestu háskólum landsins, sem er líklega nokkuð tæmandi listi yfir góða háskóla þar, eiga 75 prósent nemenda foreldra sem tilheyra ríkasta fjórðungi þjóðarinnar en einungis þrjú prósent nemenda koma úr fátækasta fjórðungnum. Um leið fjölgar þeim fátæku. Nær 40 milljónir manna í landinu eru fátæklingar sem eiga sér ekki lengri ævilíkur en fólk í mörgum fátækum þróunarlöndum enda heilsugæsla og menntun í fátækrahverfum Bandaríkjanna engu betri en í mörgum fátækum ríkjum. Þótt flestir viti vel af miklum og vaxandi ójöfnuði í Bandaríkjunum hefur hann ekki orðið að stórkostlegu pólitísku deilumáli vegna þess að menn trúa því almennt ennþá að allir hafi sæmileg tækifæri til þess að ná verulegum árangri í lífinu. Kannanir benda líka til að fólk ofmeti oft stórlega stöðu sína. Óraunsæið reynist enn meira þegar fólk er spurt hvort það telji líklegt að það muni komast í hóp hinna ríku. Ameríski draumurinn myndar því enn grunn að stjórnmálum þar vestra þótt hann fjarlægist veruleikann sífellt meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Í gær heyrði ég frétt þess efnis á BBC að nýjar rannsóknir bentu til þess að auðveldara sé fyrir fólk að brjótast út úr fátækt í löndum Evrópu en í Bandaríkjunum. Það er hins vegar áhrifamesta trúarsetning bandarískra stjórnmála að Bandaríkin skeri sig frá öðrum hlutum heimsins og séu landið þar sem hinir fátæku þurfa ekki annað en vilja og dugnað til að komast í álnir. Þetta er ameríski draumurinn og á honum hvílir margt af því sérstaka við bandarísk stjórnmál. Trúin á hann myndar grunnurinn að lífseigri þjóðarsátt um almenna skipan samfélagsins. Stærsta ástæðan fyrir því að hugmyndir manna þar vestra um ójöfnuð í samfélaginu og um hlutverk ríkisins við að tryggja efnalegt öryggi borgaranna eru ólíkar því sem algengasgt er í Evrópu er líklega sú að í Bandaríkjunum trúa menn því almennt að árangur í lífinu ráðist nánast eingöngu af dugnaði og útsjónasemi einstaklinganna sjálfra. Lausnina á vandamálum fátækar er því að finna hjá einstaklingunum en ekki hjá samfélaginu. Rannsóknin sem BBC sagði frá bendir hins vegar til þess að ameríski draumurinn sé nær veruleikanum í hinni sósíalísku Evrópu en í Bandaríkjunum. Sú niðurstaða er auðvitað ekki síðasta orðið í þessu máli. Flestar athuganir benda hins vegar til þess að ójöfnuður fari ekki einungis stórlega vaxandi í Bandaríkjunum heldur sé félagslegur hreyfanleiki einnig að minnka. Breska tímaritið The Economist, sem oftast gagnrýnir á ameríska módelið í hagstjórn minna en hin evrópsku, gerði sérstakta úttekt á þessari þróun í upphafi þessa árs og varaði við því að Bandaríkin væru í hættu með að verða að stéttasamfélagi af því tagi sem áður þekktust í Bretlandi og Evrópu. Flestar kannanir, en raunar ekki allar, gefa til kynna að sífellt verði erfiðara fyrir fólk úr fátækum fjölskyldum að vinna sig upp þjóðfélagsstigann. Stéttastaða foreldra virðist ráða sífellt meiru um efnalegt gengi barna og vera besta vísbendingin um hvað bíður barnanna í lífinu. Fyrir þessu eru margar ástæður en líklega er eina þá veigamestu að finna í menntakerfinu. Sæmilega efnað fólk ver stórum hluta tekna sinna í að greiða himinhá skólagjöld fyrir börnin sín allt frá því þau eru í barnaskóla og þar til háskólaprófi lýkur. Meirihluti fólks verður hins vegar að sætta sig við skóla sem oft eru miklu lélegri en algengast er um skóla annars staðar á Vesturlöndum. Í Evrópu er nám við góða grunnskóla og háskóla hins vegar yfirleitt lítið fjárhagslega íþyngjandi. Amerískir háskólar hafa lengi verið sagðir hinir bestu í heimi og á það er oft bent að umfangsmikið styrkjakerfi veitir gáfuðum en fátækum nemendum aðgang að góðri menntun. Hvoru tveggja er hins vegar líklega ofsagt. Nokkrir tugir háskóla í Bandaríkjunum eru á meðal hinna allra bestu í heiminum. Tvær nýlegar kannanir röðuðu átta bandarískum háskólum í tíu efstu sætin á heimslista yfir háskóla. Ef litið er niður eftir listanum breytist þetta hins vegar. Fleiri af 100 eða 200 bestu háskólum heimsins eru í Evrópu en í Bandaríkjunum. Lítið brot þjóðarinnar fer í bestu skólana en fjögur þúsund háskólar eru í landinu. Svipuð saga er sögð af neðri þrepum skólakerfisins. Í 150 bestu háskólum landsins, sem er líklega nokkuð tæmandi listi yfir góða háskóla þar, eiga 75 prósent nemenda foreldra sem tilheyra ríkasta fjórðungi þjóðarinnar en einungis þrjú prósent nemenda koma úr fátækasta fjórðungnum. Um leið fjölgar þeim fátæku. Nær 40 milljónir manna í landinu eru fátæklingar sem eiga sér ekki lengri ævilíkur en fólk í mörgum fátækum þróunarlöndum enda heilsugæsla og menntun í fátækrahverfum Bandaríkjanna engu betri en í mörgum fátækum ríkjum. Þótt flestir viti vel af miklum og vaxandi ójöfnuði í Bandaríkjunum hefur hann ekki orðið að stórkostlegu pólitísku deilumáli vegna þess að menn trúa því almennt ennþá að allir hafi sæmileg tækifæri til þess að ná verulegum árangri í lífinu. Kannanir benda líka til að fólk ofmeti oft stórlega stöðu sína. Óraunsæið reynist enn meira þegar fólk er spurt hvort það telji líklegt að það muni komast í hóp hinna ríku. Ameríski draumurinn myndar því enn grunn að stjórnmálum þar vestra þótt hann fjarlægist veruleikann sífellt meira.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun