Menning

Miðasala gengur mjög vel

Miðasala á árlega styrktartónleika styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í Háskólabíói fer gríðarlega vel af stað og þegar miðasalan lokaði í gærkvöldi var innan við helmingur miðanna eftir. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói þriðjudagskvöldið 30. desember og hefjast þeir stundvíslega klukkan 19:30

Þeir sem fram koma eru:

Sálin hans Jóns míns

Bubbi Morthens

Paparnir Birgitta

Nylon

Í svörtum fötum

Á móti Sól

Hæsta Hendin

Jón Sigurðsson

Kalli Bjarni

Allir þeir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína til fulls og Háskólabíó gefur húsnæðið. Um leið gefa allir tæknimenn og aðrir starfsmenn tónleikanna vinnu sína. Öll fyrirtæki sem að verkefninu koma gefa líka alla sína vinnu. Á undanförnum árum hafa yfir 10 milljónir króna safnast á þessum tónleikum, og nú er markmiðið að sú upphæð hækki í a.m.k. tólf milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×