Mikið af falsaðri merkjavöru 28. desember 2004 00:01 Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. "Þeir sem flytja inn og selja falsaða merkjavöru geta átt von á opinberri málsókn frá ákæruvaldi og refsingu," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttalögmaður. Tollgæslan Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári lagt hald á hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru, aðallega fatnað og blekhylki. "Eftirlit hefur verið að aukast og í kjölfarið erum við að finna miklu fleiri sendingar af falsaðri merkjavöru," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri fraktdeildar Tollgæslunnar Keflavíkurflugvelli. "Þessi mál eru einnig mjög í brennidepli í nágrannalöndum okkar þannig að oft fáum við vísbendingar um slíkan innflutning erlendis frá." Rannsókn málanna stendur yfir en að sögn Guðbjörns eru brotin litin alvarlegum augum. "Sá sem af ásetningi brýtur gegn lögum um vörumerki þarf að sæta sektum og refsing getur eftir atvikum varðað fangelsi allt að þrjá mánuði," segir Hróbjartur. "Þá getur fyrirtæki sem stendur í fölsun sjálft fengið á sig fjársekt til viðbótar sekt einstaklingsins sem í hlut á." Innflutningur falsaðra merkjavara kemur alltaf upp annað slagið hér á landi að sögn Hróbjarts þrátt fyrir að slík mál endi ekki öll með ákæru. "Til þess að hægt sé að refsa þarf ásetningur um brot að liggja að baki," segir Hróbjartur. "Vara getur komið hingað til lands án þess að menn hafi ásetning til að brjóta af sér, það er hægt að kaupa vöru án þess að vera viss um að hún sé fölsuð. Hægt að stöðva dreifingu á slíkum vörum án þess að viðkomandi aðilum sé refsað persónulega." Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum, sérstaklega í Asíu og Austur-Evrópu að sögn Hróbjarts. "Þar fer víða fram skipulögð framleiðsla á fölsuðum varningi í þeim tilgangi að hagnast á þekktum vörumerkjum," segir Hróbjartur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. "Þeir sem flytja inn og selja falsaða merkjavöru geta átt von á opinberri málsókn frá ákæruvaldi og refsingu," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttalögmaður. Tollgæslan Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári lagt hald á hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru, aðallega fatnað og blekhylki. "Eftirlit hefur verið að aukast og í kjölfarið erum við að finna miklu fleiri sendingar af falsaðri merkjavöru," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri fraktdeildar Tollgæslunnar Keflavíkurflugvelli. "Þessi mál eru einnig mjög í brennidepli í nágrannalöndum okkar þannig að oft fáum við vísbendingar um slíkan innflutning erlendis frá." Rannsókn málanna stendur yfir en að sögn Guðbjörns eru brotin litin alvarlegum augum. "Sá sem af ásetningi brýtur gegn lögum um vörumerki þarf að sæta sektum og refsing getur eftir atvikum varðað fangelsi allt að þrjá mánuði," segir Hróbjartur. "Þá getur fyrirtæki sem stendur í fölsun sjálft fengið á sig fjársekt til viðbótar sekt einstaklingsins sem í hlut á." Innflutningur falsaðra merkjavara kemur alltaf upp annað slagið hér á landi að sögn Hróbjarts þrátt fyrir að slík mál endi ekki öll með ákæru. "Til þess að hægt sé að refsa þarf ásetningur um brot að liggja að baki," segir Hróbjartur. "Vara getur komið hingað til lands án þess að menn hafi ásetning til að brjóta af sér, það er hægt að kaupa vöru án þess að vera viss um að hún sé fölsuð. Hægt að stöðva dreifingu á slíkum vörum án þess að viðkomandi aðilum sé refsað persónulega." Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum, sérstaklega í Asíu og Austur-Evrópu að sögn Hróbjarts. "Þar fer víða fram skipulögð framleiðsla á fölsuðum varningi í þeim tilgangi að hagnast á þekktum vörumerkjum," segir Hróbjartur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira