Menning

Djúpsteikt Mars vinsælt

Greint er frá rannsókn á matarvenjum Skota á heilsuvef Yahoo. Fylgst var með þrjú hundruð skoskum verslunum sem selja fisk og franskar en djúpsteikt Mars-súkkulaði er mjög vinsælt á þessum slóðum. 22 prósent verslana sögðust selja djúpsteikt Mars-súkkulaði. Tíu verslanir seldu á milli 50 til 200 djúpsteikt súkkulaðistykki á viku en fimmtán verslanir viðurkenndu að þær höfðu áhyggjur af heilsugildi súkkulaðisins. Mars-súkkulaði er þó ekki það eina sem Skotum líkar djúpsteikt. Starfsfólk verslananna sögðu að viðskiptavinir bæðu líka um ýmislegt annað sælgæti djúpsteikt, Snickers-súkkulaði, banana, ananashringi og jafnvel rjómaís.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×