Spáð stormi fyrir austan 24. desember 2004 00:01 Veðurstofa Íslands spáir stormi á Austur- og Norðausturlandi upp úr hádegi í dag. Á Norðausturlandi má gera ráð fyrir vaxandi norðvestanátt og snjókomu eða éljum víða og vindhraða upp á fimmtán til tuttugu metra við ströndina og því ekkert ferðaveður. Frost verður tíu til tuttugu stig í dag, kaldast í innsveitum, en talsvert mildara á morgun. Frost verður tíu til tuttugu stig en verður talsvert mildara á jóladag. Nokkuð hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í dag og búast má við éljum og skafrenningi því meðfylgjandi. Samkvæmt veðurstofu er spáð norðaustanátt og vindhraða upp á fimm til tíu metra á sekúndu og frosti um átta til fjórtán stig. Á jóladag hlýnar og má gera ráð fyrir fimm til tíu stiga frosti. Á Suðurlandi er spáð skafrenningi og kulda, sjö til átján stigum, en kaldast verður til inn til landsins, en veður verður mildara á jóladag eins og víðast hvar. Innlent Jól Veður Mest lesið Innri friður Jólin Fyrstu skíðin Jól Skotheld fegrunarráð fyrir jólin Jólin Heimagerður brjóstsykur Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Bakar syngur og hjúkrar Jól Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum Jól Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum Jól
Veðurstofa Íslands spáir stormi á Austur- og Norðausturlandi upp úr hádegi í dag. Á Norðausturlandi má gera ráð fyrir vaxandi norðvestanátt og snjókomu eða éljum víða og vindhraða upp á fimmtán til tuttugu metra við ströndina og því ekkert ferðaveður. Frost verður tíu til tuttugu stig í dag, kaldast í innsveitum, en talsvert mildara á morgun. Frost verður tíu til tuttugu stig en verður talsvert mildara á jóladag. Nokkuð hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í dag og búast má við éljum og skafrenningi því meðfylgjandi. Samkvæmt veðurstofu er spáð norðaustanátt og vindhraða upp á fimm til tíu metra á sekúndu og frosti um átta til fjórtán stig. Á jóladag hlýnar og má gera ráð fyrir fimm til tíu stiga frosti. Á Suðurlandi er spáð skafrenningi og kulda, sjö til átján stigum, en kaldast verður til inn til landsins, en veður verður mildara á jóladag eins og víðast hvar.
Innlent Jól Veður Mest lesið Innri friður Jólin Fyrstu skíðin Jól Skotheld fegrunarráð fyrir jólin Jólin Heimagerður brjóstsykur Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Bakar syngur og hjúkrar Jól Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum Jól Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum Jól