Ísland vann Katalóníu
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik bar sigurorð af úrvalsliði Katalóníu, 36-34, í framlengdum vináttuleik rétt fyrir utan Barcelona á þriðjudagskvöldið. Dagný Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með ellefu mörk, Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði sjö mörk og Hrafnhildur Skúladóttir skoraði fimm mörk.