3 vikna gæsluvarðhald vegna smygls 22. desember 2004 00:01 Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira