Arnór í stað Snorra 21. desember 2004 00:01 Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar
Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira