Fannst látin í höfninni
Pólsk kona fannst látin í höfninni á Blönduósi í gærmorgun. Samlandar konunnar söknuðu hennar um morguninn og létu lögreglu vita. Lögreglan fann konuna síðan í höfninni rétt áður en skipulögð leit hófst. Konan var 25 ára gömul og hafði starfað á Blönduósi um nokkurt skeið. Hún var ógift og barnlaus.