Hópurinn mun taka breytingum 20. desember 2004 00:01 Viggó sagði á sínum tíma að hópurinn sem yrði valinn fyrir HM yrði að grunni til sá sami og valinn var fyrir heimsbikarmótið. Meiðsli og mismunandi form leikmanna setja hinsvegar ávallt strik í reikninginn auk þess sem Alexander Pettersons er nú orðinn löglegur með íslenska landsliðinu. Fréttablaðið fékk þá Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Stöð 2, og Júlíus Jónasson, þjálfara ÍR, til að spá í spilin varðandi valið á hópnum. Guðjón segist sjá Viggó gera nokkrar breytingar á hópnum frá því í Svíþjóð. "Með tilkomu Alexander Pettersons höfum við mann sem hvort tveggja getur leyst af skyttustöðuna og hornið hægra megin og ég tel að hann verði valinn í hópinn á kostnað Þóris Ólafssonar í þetta skiptið," segir Guðjón. "Ég gæti líka vel trúað að Ingimundur Ingimundarson komi inn í hópinn. Viggó gagnrýndi forvera sinn fyrir að velja ekki Arnór Atlason og það kæmi ekki á óvart að hann yrði valinn sem miðjumaður númer tvö, Ingimundur Ingimundarson verði valinn í stöðu vinstri skyttu og að Snorri Steinn yrði þannig skilinn eftir. Þá hefur Hreiðar Guðmundsson átt við meiðsli að stríða að undanförnu og líklegt að Reynir Þ. Reynisson verði valinn ásamt Roland Eradze og Birki Ívari Guðmundssyni," segir Guðjón en bætir við að sú staðreynd að Viggó ætli að velja þrjá markmenn gefi til kynna að það sé veikasta staða liðsins. "Eradze er sá eini af markvörðum okkar sem er í alþjóðlegum gæðaflokki og það að velja þrjá markmenn kostar liðið einn dýrmætan útileikmann. Sigfús Sigurðsson er frá og það er enginn sem getur leyst hann af í varnarleikunum. Í raun þýðir fjarvera hans að Viggó getur einfaldlega ekki stillt upp 6-0 vörn á HM og verði þannig að halda sig eingöngu við einhverskonar afbrigði af framliggjandi vörn. Það er áhyggjuefni og tel ég ekkert launungarmál að varnarleikurinn verður meginhöfuðverkur liðsins í Túnis, rétt eins og hann var í Svíþjóð. Liðið er ungt og óreynt og ég held að það verði lítil pressa á liðinu á þessu móti. Skylda Viggó sem landsliðsþjálfara er að velja þá 16 leikmenn sem hann treystir best og hef ég enga trú á öðru en að hann geri það," segir Guðjón. Júlíus segist ekki búast við miklum breytingum á hópnum frá því á heimsbikarmótinu í Svíþjóð. "Þessi hópur verður klárlega byggður á sama grunni en ég set mesta spurningamerkið við leikstjórnandastöðuna. Ég held að Dagur Sigurðsson muni koma til með að verða okkar fyrsti leikstjórnandi en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ekki verið að finna sig að undanförnu. Viggó gæti hugsanlega leitað til Ragnars Óskarssonar en síðan má ekki gleyma að Arnór Atlason getur vel leyst miðjustöðuna af hendi," segir Júlíus sem einnig telur að Alexander Pettersons verði ekki tekinn fram yfir Einar Hólmgeirsson í stöðu hægri skyttu. "Viggó þekkir Pettersons lítið en hefur unnið með Einari áður. Ég held að það muni gera útslagið." Júlíus segir að Dagur, ásamt Ólafi Stefánssyni, muni spila lykilhlutverk í landsliðinu í Túnis við það að miðla af reynslu sinni til hinna ungu leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. "Auðvitað vantar reynslu í þetta lið. En Viggó setur sér samt háleit markmið og tel ég það af hinu góða. En hvort það verði í Túnis eða eftir nokkur ár að Viggó nái þessum markmiðum verður bara að koma í ljós en ég tel að þessi hópur hefur alla burði til að ná langt í framtíðinni." Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Viggó sagði á sínum tíma að hópurinn sem yrði valinn fyrir HM yrði að grunni til sá sami og valinn var fyrir heimsbikarmótið. Meiðsli og mismunandi form leikmanna setja hinsvegar ávallt strik í reikninginn auk þess sem Alexander Pettersons er nú orðinn löglegur með íslenska landsliðinu. Fréttablaðið fékk þá Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Stöð 2, og Júlíus Jónasson, þjálfara ÍR, til að spá í spilin varðandi valið á hópnum. Guðjón segist sjá Viggó gera nokkrar breytingar á hópnum frá því í Svíþjóð. "Með tilkomu Alexander Pettersons höfum við mann sem hvort tveggja getur leyst af skyttustöðuna og hornið hægra megin og ég tel að hann verði valinn í hópinn á kostnað Þóris Ólafssonar í þetta skiptið," segir Guðjón. "Ég gæti líka vel trúað að Ingimundur Ingimundarson komi inn í hópinn. Viggó gagnrýndi forvera sinn fyrir að velja ekki Arnór Atlason og það kæmi ekki á óvart að hann yrði valinn sem miðjumaður númer tvö, Ingimundur Ingimundarson verði valinn í stöðu vinstri skyttu og að Snorri Steinn yrði þannig skilinn eftir. Þá hefur Hreiðar Guðmundsson átt við meiðsli að stríða að undanförnu og líklegt að Reynir Þ. Reynisson verði valinn ásamt Roland Eradze og Birki Ívari Guðmundssyni," segir Guðjón en bætir við að sú staðreynd að Viggó ætli að velja þrjá markmenn gefi til kynna að það sé veikasta staða liðsins. "Eradze er sá eini af markvörðum okkar sem er í alþjóðlegum gæðaflokki og það að velja þrjá markmenn kostar liðið einn dýrmætan útileikmann. Sigfús Sigurðsson er frá og það er enginn sem getur leyst hann af í varnarleikunum. Í raun þýðir fjarvera hans að Viggó getur einfaldlega ekki stillt upp 6-0 vörn á HM og verði þannig að halda sig eingöngu við einhverskonar afbrigði af framliggjandi vörn. Það er áhyggjuefni og tel ég ekkert launungarmál að varnarleikurinn verður meginhöfuðverkur liðsins í Túnis, rétt eins og hann var í Svíþjóð. Liðið er ungt og óreynt og ég held að það verði lítil pressa á liðinu á þessu móti. Skylda Viggó sem landsliðsþjálfara er að velja þá 16 leikmenn sem hann treystir best og hef ég enga trú á öðru en að hann geri það," segir Guðjón. Júlíus segist ekki búast við miklum breytingum á hópnum frá því á heimsbikarmótinu í Svíþjóð. "Þessi hópur verður klárlega byggður á sama grunni en ég set mesta spurningamerkið við leikstjórnandastöðuna. Ég held að Dagur Sigurðsson muni koma til með að verða okkar fyrsti leikstjórnandi en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ekki verið að finna sig að undanförnu. Viggó gæti hugsanlega leitað til Ragnars Óskarssonar en síðan má ekki gleyma að Arnór Atlason getur vel leyst miðjustöðuna af hendi," segir Júlíus sem einnig telur að Alexander Pettersons verði ekki tekinn fram yfir Einar Hólmgeirsson í stöðu hægri skyttu. "Viggó þekkir Pettersons lítið en hefur unnið með Einari áður. Ég held að það muni gera útslagið." Júlíus segir að Dagur, ásamt Ólafi Stefánssyni, muni spila lykilhlutverk í landsliðinu í Túnis við það að miðla af reynslu sinni til hinna ungu leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. "Auðvitað vantar reynslu í þetta lið. En Viggó setur sér samt háleit markmið og tel ég það af hinu góða. En hvort það verði í Túnis eða eftir nokkur ár að Viggó nái þessum markmiðum verður bara að koma í ljós en ég tel að þessi hópur hefur alla burði til að ná langt í framtíðinni."
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti