Notalegra í góðu veðri 20. desember 2004 00:01 Ekki veit Guðmundur Haraldsson hvað verður á matseðlinum á aðfangadagskvöld en kalkúnn veit hann að verður í matinn á gamlárskvöld. Hangikjöt ku vera á boðstólum á jóladag. Áhöfnin á saman jólalega stund á aðfangadagskvöld. Guðmundur segir að þegar brytinn hafi lokið sínum störfum um kvöldið þá komi öll áhöfnin saman, tólf manns, og þiggi jólagjafir frá Kvenfélaginu Hrönn en það er félag eiginkvenna skipstjóra og stýrimanna. kvenfélagið gefur öllum áhöfnum jólagjafir. "Það er mjög verðugt framtak. Svo sitjum við saman og njótum kvöldsins," segir hann. "Þetta fer svolítið eftir veðri. Það lítur út fyrir gott veður á aðfangadagskvöld, sérstaklega meðan brytinn er að elda matinn og við erum að borða. Við verðum þá á milli Íslands og Skotlands og ég á ekki von á að það verði mikill veltingur. Ef veltingur er mikill er erfitt fyrir brytann að elda. Það er líka erfiðara fyrir áhöfnina að halda sér með annarri hendi og matast með hinni. Ef veðrið er gott þá sé þetta miklu notalegra." Guðmundur á allt eins von á að það heyrist sæmilega í útvarpi á aðfangadagskvöld en segir ananrs sendingarnar dofni í myrkri og þegar fjær dregur landi. Áhöfnin hlusti á útvarpið í gegnum talstöðina. Ef áhöfnin nái ekki messunni þá verði bara spiluð jólalög. "Þetta getur verið mjög notaleg stund um borð í stipunum," segir hann. Guðmundur hefur verið margoft á sjó um jólin en nú orðið er hann annað hvert ár á sjó og annað hvert í landi. "Í gamla daga var þetta gjarnan þannig að skipstjórinn tók sér frí um jólin og fyrsti stýri maður leysti hann af og var úti á sjó. Sem betur fer eru tveir skipstjórar og tveir stýrimenn um hverja stöðu á skipum Eimskips í dag þannig að þetta skiptist á annað hvert ár." Guðmundur á fjögur börn og fjögur barnabörn og fjölskyldan sér ekki upp við fjarveru hans um jólin. "Þetta þykir nokkuð eðlilegt. Þegar maður var yngri og börnin ung þá liðu kannski fimm til sjö ár að maður var heima á jólunum. Maður missti mörg jól með börnunum á þeim árum en nú nýtur maður þeirra með börnunum sem eru orðin hálffullorðinn og með barnabörnunum," segir hann. Guðmundur hefur verið skipstjóri á Selfossi í tæp tvö ár. Hann var áður á Lýru, skipi sem Eimskip átti í leiguverkefnum erlendis. Hann hefur starfað hjá Eimskip í 37 ár. Innlent Jól Menning Mest lesið Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jólaballinu útvarpað Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól Skreytir tíundu jólin í röð Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólaþorpið opnað í næstu viku Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Millisterkt lakkríssinnep Jól
Ekki veit Guðmundur Haraldsson hvað verður á matseðlinum á aðfangadagskvöld en kalkúnn veit hann að verður í matinn á gamlárskvöld. Hangikjöt ku vera á boðstólum á jóladag. Áhöfnin á saman jólalega stund á aðfangadagskvöld. Guðmundur segir að þegar brytinn hafi lokið sínum störfum um kvöldið þá komi öll áhöfnin saman, tólf manns, og þiggi jólagjafir frá Kvenfélaginu Hrönn en það er félag eiginkvenna skipstjóra og stýrimanna. kvenfélagið gefur öllum áhöfnum jólagjafir. "Það er mjög verðugt framtak. Svo sitjum við saman og njótum kvöldsins," segir hann. "Þetta fer svolítið eftir veðri. Það lítur út fyrir gott veður á aðfangadagskvöld, sérstaklega meðan brytinn er að elda matinn og við erum að borða. Við verðum þá á milli Íslands og Skotlands og ég á ekki von á að það verði mikill veltingur. Ef veltingur er mikill er erfitt fyrir brytann að elda. Það er líka erfiðara fyrir áhöfnina að halda sér með annarri hendi og matast með hinni. Ef veðrið er gott þá sé þetta miklu notalegra." Guðmundur á allt eins von á að það heyrist sæmilega í útvarpi á aðfangadagskvöld en segir ananrs sendingarnar dofni í myrkri og þegar fjær dregur landi. Áhöfnin hlusti á útvarpið í gegnum talstöðina. Ef áhöfnin nái ekki messunni þá verði bara spiluð jólalög. "Þetta getur verið mjög notaleg stund um borð í stipunum," segir hann. Guðmundur hefur verið margoft á sjó um jólin en nú orðið er hann annað hvert ár á sjó og annað hvert í landi. "Í gamla daga var þetta gjarnan þannig að skipstjórinn tók sér frí um jólin og fyrsti stýri maður leysti hann af og var úti á sjó. Sem betur fer eru tveir skipstjórar og tveir stýrimenn um hverja stöðu á skipum Eimskips í dag þannig að þetta skiptist á annað hvert ár." Guðmundur á fjögur börn og fjögur barnabörn og fjölskyldan sér ekki upp við fjarveru hans um jólin. "Þetta þykir nokkuð eðlilegt. Þegar maður var yngri og börnin ung þá liðu kannski fimm til sjö ár að maður var heima á jólunum. Maður missti mörg jól með börnunum á þeim árum en nú nýtur maður þeirra með börnunum sem eru orðin hálffullorðinn og með barnabörnunum," segir hann. Guðmundur hefur verið skipstjóri á Selfossi í tæp tvö ár. Hann var áður á Lýru, skipi sem Eimskip átti í leiguverkefnum erlendis. Hann hefur starfað hjá Eimskip í 37 ár.
Innlent Jól Menning Mest lesið Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jólaballinu útvarpað Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól Skreytir tíundu jólin í röð Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólaþorpið opnað í næstu viku Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Millisterkt lakkríssinnep Jól