Öðru vísi jólaverslun 20. desember 2004 00:01 Samtökin kanna vikulega taktinn í versluninni og Emil sagði, að þetta hefði komið fram í samtölum við stjórnendur verslana í gærmorgun. Jafnframt væri staðfest, að jólaverslunin væri að lágmarki 10 prósent umfram það sem verið hefði í fyrra. "Það hefur verið afar blómleg verslun nú á aðventunni í byggingavörum og raftækjum, svo dæmi séu nefnd," sagði hann. "Fólk kaupir uppþvottavél, ísskáp og eldavél á einu bretti. Fréttir frá Eurocard um helgina þess efnis að verið hefði 35 prósent aukning í kortaverslun með raftæki eiga því sína skýringu. Byggingavöruverslanirnar sjá einnig mikla aukningu í sölu. Þá selst mjög mikið af flatskjásjónvörnum. " Emil benti á að fasteignasala væri mikil um þessar mundir og margir að flytja. Í sumum tilvikum hreinsaði fólk allt út og keypti nýtt. Það virtist því vera að kaupa jólagjöf fyrir alla fjölskylduna. Innlent Jól Mest lesið Kalkúnafylling Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Daufblindir fá styrk Jól Vandræðalega mikið jólabarn Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Ó, Jesúbarn Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Skreyttur skór í gluggann Jólin Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól
Samtökin kanna vikulega taktinn í versluninni og Emil sagði, að þetta hefði komið fram í samtölum við stjórnendur verslana í gærmorgun. Jafnframt væri staðfest, að jólaverslunin væri að lágmarki 10 prósent umfram það sem verið hefði í fyrra. "Það hefur verið afar blómleg verslun nú á aðventunni í byggingavörum og raftækjum, svo dæmi séu nefnd," sagði hann. "Fólk kaupir uppþvottavél, ísskáp og eldavél á einu bretti. Fréttir frá Eurocard um helgina þess efnis að verið hefði 35 prósent aukning í kortaverslun með raftæki eiga því sína skýringu. Byggingavöruverslanirnar sjá einnig mikla aukningu í sölu. Þá selst mjög mikið af flatskjásjónvörnum. " Emil benti á að fasteignasala væri mikil um þessar mundir og margir að flytja. Í sumum tilvikum hreinsaði fólk allt út og keypti nýtt. Það virtist því vera að kaupa jólagjöf fyrir alla fjölskylduna.
Innlent Jól Mest lesið Kalkúnafylling Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Daufblindir fá styrk Jól Vandræðalega mikið jólabarn Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Ó, Jesúbarn Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Skreyttur skór í gluggann Jólin Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól