Jólin eru drengjakórar 20. desember 2004 00:01 Marta Nordal leikkona er ekki hrifin af jólafárinu sem grípur um sig í þjóðfélaginu í desembermánuði. "Þegar ég var lítil var ég jólabarn vegna gjafanna en núna finnst mér jólin vera hálfgerð vitleysa. Það verður allt svo ofhlaðið einhvern veginn, jólaskrautið er svo mikið úti um allan bæ, aldrei hægt að kveikja á útvarpi án þess að ofurhressileg jólalög hellist yfir mann og allir hringsnúast í leit að einhverjum jólagjöfum handa fólki sem á allt. Það sem kveikir í mér jólaandann er ofsalega einfalt. Jólin fyrir mér eru rjúpa og drengjakórar sem syngja ensk jólalög. Svo er hefð fyrir því í fjölskyldunni að lesa jólaguðspjallið saman á aðfangadag. Nú er búið að taka af mér það litla sem mér finnst jólalegt, rjúpuna, og þá er ekki mikið eftir" segir Marta. "Mér finnst markaðshugsjónin komin út í vitleysu og heilagleikinn og friðurinn, sem ætti að vera það sem er eftirsóknarverðast við jólin, á hröðu undanhaldi. Ef þetta á að snúast um frelsarann þá situr hann örugglega þarna uppi og skilur ekkert í þessu." Marta gæti vel hugsað sér að fara í messu á jólanótt, hlusta á fallega tónlist og finna þar það sem raunverulega skiptir máli á jólunum. "Ég gæti hugsað mér að sitja í fallegri kirkju og hlusta á Jólaóratoríuna. Þar er jólastemmingin fyrir mér." Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin
Marta Nordal leikkona er ekki hrifin af jólafárinu sem grípur um sig í þjóðfélaginu í desembermánuði. "Þegar ég var lítil var ég jólabarn vegna gjafanna en núna finnst mér jólin vera hálfgerð vitleysa. Það verður allt svo ofhlaðið einhvern veginn, jólaskrautið er svo mikið úti um allan bæ, aldrei hægt að kveikja á útvarpi án þess að ofurhressileg jólalög hellist yfir mann og allir hringsnúast í leit að einhverjum jólagjöfum handa fólki sem á allt. Það sem kveikir í mér jólaandann er ofsalega einfalt. Jólin fyrir mér eru rjúpa og drengjakórar sem syngja ensk jólalög. Svo er hefð fyrir því í fjölskyldunni að lesa jólaguðspjallið saman á aðfangadag. Nú er búið að taka af mér það litla sem mér finnst jólalegt, rjúpuna, og þá er ekki mikið eftir" segir Marta. "Mér finnst markaðshugsjónin komin út í vitleysu og heilagleikinn og friðurinn, sem ætti að vera það sem er eftirsóknarverðast við jólin, á hröðu undanhaldi. Ef þetta á að snúast um frelsarann þá situr hann örugglega þarna uppi og skilur ekkert í þessu." Marta gæti vel hugsað sér að fara í messu á jólanótt, hlusta á fallega tónlist og finna þar það sem raunverulega skiptir máli á jólunum. "Ég gæti hugsað mér að sitja í fallegri kirkju og hlusta á Jólaóratoríuna. Þar er jólastemmingin fyrir mér."
Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin