Fyrstu skíðin 20. desember 2004 00:01 "Fyndnasta jólgjöf sem ég hef fengið voru plastskíði sem ég fékk þegar ég var sex ára. Það voru fyrstu skíðin mín. En þau fóru eiginlega hraðar upp brekkuna en niður. Þau voru með gúmmíbindingum og munstri undir. Þannig að ég skellti mér bara í Nokia stígvélin mín og beint í skíðin," segir Einar Örn og hlær dátt. "Ég var að farast úr spenningi með þessa gjöf og var geysilega ánægður á aðfangadagskvöld. Frænka mín fékk líka skíði þannig að við fórum saman út á skíðunum á aðfangadagskvöld og vorum voðalega ánægð með okkur. Það eru til afskaplega skemmtilegar myndir af okkur á skíðunum," segir Einar Örn en gaman kárnaði fljótlega ."Þegar tíminn leið minnkaði stuðið þar sem þau fóru ekki mjög hratt þessi skíði. Það var bara gert grín að mér í brekkunni og svoleiðis. Ég held að mamma og pabbi hafi gefið mér þessi skíði. Þau voru nú ekki notuð neitt voðalega mikið. Ég held ég hafi notað þau einn vetur í nokkur skipti," segir Einar Örn og þó að gjöfin hafi ekki verið sú besta á hún samt alltaf stað í hjarta og huga hans. Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin
"Fyndnasta jólgjöf sem ég hef fengið voru plastskíði sem ég fékk þegar ég var sex ára. Það voru fyrstu skíðin mín. En þau fóru eiginlega hraðar upp brekkuna en niður. Þau voru með gúmmíbindingum og munstri undir. Þannig að ég skellti mér bara í Nokia stígvélin mín og beint í skíðin," segir Einar Örn og hlær dátt. "Ég var að farast úr spenningi með þessa gjöf og var geysilega ánægður á aðfangadagskvöld. Frænka mín fékk líka skíði þannig að við fórum saman út á skíðunum á aðfangadagskvöld og vorum voðalega ánægð með okkur. Það eru til afskaplega skemmtilegar myndir af okkur á skíðunum," segir Einar Örn en gaman kárnaði fljótlega ."Þegar tíminn leið minnkaði stuðið þar sem þau fóru ekki mjög hratt þessi skíði. Það var bara gert grín að mér í brekkunni og svoleiðis. Ég held að mamma og pabbi hafi gefið mér þessi skíði. Þau voru nú ekki notuð neitt voðalega mikið. Ég held ég hafi notað þau einn vetur í nokkur skipti," segir Einar Örn og þó að gjöfin hafi ekki verið sú besta á hún samt alltaf stað í hjarta og huga hans.
Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin