Óvenjumargir í varðhaldi 18. desember 2004 00:01 Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira