
Innlent
Voru ölvaðir í bílferð
Jeppi og fólksbíll, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Sandgerðisvegi skammt frá veginum að Rockville klukkan rúmlega fjögur í fyrrinótt. Ökumaður og farþegi jeppans sem báðir reyndust vera ölvaðir sluppu ómeiddir en þeir voru handteknir og færðir í fangageymslur. Þeir voru yfirheyrði um miðjan dag í gær þegar þeir höfðu sofið úr sér vímuna. Ökumaður fólksbílsins meiddist lítillega. Bílarnir skemmdust mikið og voru fjarlægðir með dráttarbíl.