Þörf fyrir aðstoð eykst 13. desember 2004 00:01 Eftirspurn eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hefur aukist nú fyrir jólin. Þegar hafa 300 manns fengið aðstoð og Anna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, býst við að annar eins fjöldi óski eftir aðstoð á fimmtudag og föstudag en þá eru formlegir úthlutunardagar. Um jólin býst hún við að um 900 manns hafi fengið aðstoð. "Mjög margir eru að biðja um aðstoð í fyrsta skipti, sérstaklega eru margir nýir utan Reykjavíkur. Við finnum fyrir mikilli fjölgun hjá langtímaatvinnulausum úti á landsbyggðinni, til dæmis á Suðurnesjum," segir Vilborg. Aðstoð Hjálparstarfsins er fólgin í matargjöfum að verðmæti 7-10 þúsund króna eftir fjölskyldustærð. Þeir sem óska eftir aðstoð hafa samband við sinn sóknarprest sem sendir inn beiðni um aðstoð. Aðstoðin felst í hversdagsmat í von um að fólk geti sparað sér þau innkaup og keypt í staðinn í jólamatinn. Að auki hefur Jóhannes í Bónus gefið 10 milljónir króna í Bónuskortum og ráðstafar Hjálparstarf kirkjunnar þessum kortum nema þegar um mæður í Reykjavík er að ræða. Mæðrastyrksnefnd afhendir þeim kortin. Innlent Jól Menning Mest lesið Hægelduð kalkúnabringa með salvíu- og steinseljuhjúp Jól Fyrstu pakkarnir afhentir Jól Súkkulaðispesíur Guðnýjar Margrétar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólaboð Afa árið 1988 Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól
Eftirspurn eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hefur aukist nú fyrir jólin. Þegar hafa 300 manns fengið aðstoð og Anna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, býst við að annar eins fjöldi óski eftir aðstoð á fimmtudag og föstudag en þá eru formlegir úthlutunardagar. Um jólin býst hún við að um 900 manns hafi fengið aðstoð. "Mjög margir eru að biðja um aðstoð í fyrsta skipti, sérstaklega eru margir nýir utan Reykjavíkur. Við finnum fyrir mikilli fjölgun hjá langtímaatvinnulausum úti á landsbyggðinni, til dæmis á Suðurnesjum," segir Vilborg. Aðstoð Hjálparstarfsins er fólgin í matargjöfum að verðmæti 7-10 þúsund króna eftir fjölskyldustærð. Þeir sem óska eftir aðstoð hafa samband við sinn sóknarprest sem sendir inn beiðni um aðstoð. Aðstoðin felst í hversdagsmat í von um að fólk geti sparað sér þau innkaup og keypt í staðinn í jólamatinn. Að auki hefur Jóhannes í Bónus gefið 10 milljónir króna í Bónuskortum og ráðstafar Hjálparstarf kirkjunnar þessum kortum nema þegar um mæður í Reykjavík er að ræða. Mæðrastyrksnefnd afhendir þeim kortin.
Innlent Jól Menning Mest lesið Hægelduð kalkúnabringa með salvíu- og steinseljuhjúp Jól Fyrstu pakkarnir afhentir Jól Súkkulaðispesíur Guðnýjar Margrétar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólaboð Afa árið 1988 Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól