Á við góða hugleiðslu 10. desember 2004 00:01 "Ég þarf ekkert að hugsa mig um," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona aðspurð um uppáhaldsmat. "Það er allur indverskur matur, svo einfalt er það. Þetta framandi bragð, kryddið og stemmingin." Margrét Eir upplifði fyrst indverska matargerð í New York þegar hún var 18 ára. "Síðan fer ég alltaf á indverskan matsölustað í útlöndum en hér heima er Austur-Indíafélagið uppáhaldsveitingastaðurinn." Margrét segist svolítið eiga það til að panta alltaf það sama þegar hún fer út að borða indverskt. "Ég panta Tikka Masala eiginlega áður en ég veit af, en það er ekki af því mig langi ekki í allt mögulegt annað. Þetta er allt svo gott, mangó chutneyið raidu-jógúrtsósan, nanbrauðin og bara allt," segir hún og stynur við tilhugsunina. Hún eldar oft indverskan mat heima, en segist hafa verið lengi að byrja. "Maður þarf að koma sér upp réttu kryddunum, en eftir að ég eignaðist kryddin smátt og smátt hef ég eldað þvílíku réttina," segir hún og skellihlær. "Þetta er einfaldur og þægilegur matur og þar að auki hollur. Það er líka þerapía í þessari eldamennsku, og reyndar allri eldamennsku, að skera niður grænmeti, hræra í pottum og anda að sér ilminum, það er hreinlega á við góða hugleiðslu." Margrét Eir er að gefa út þriðju sólóplötuna sína sem heitir Í næturhúmi. "Þetta er stór og dramatísk plata, mikið af strengjum og gíturum og mikill söngur. Það er auðvitað brjálað að gera í tengslum við útgáfuna," segir Margrét Eir, en gefur sér samt tíma til að brosa fyrir ljósmyndarann áður en hún er rokin. Matur Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég þarf ekkert að hugsa mig um," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona aðspurð um uppáhaldsmat. "Það er allur indverskur matur, svo einfalt er það. Þetta framandi bragð, kryddið og stemmingin." Margrét Eir upplifði fyrst indverska matargerð í New York þegar hún var 18 ára. "Síðan fer ég alltaf á indverskan matsölustað í útlöndum en hér heima er Austur-Indíafélagið uppáhaldsveitingastaðurinn." Margrét segist svolítið eiga það til að panta alltaf það sama þegar hún fer út að borða indverskt. "Ég panta Tikka Masala eiginlega áður en ég veit af, en það er ekki af því mig langi ekki í allt mögulegt annað. Þetta er allt svo gott, mangó chutneyið raidu-jógúrtsósan, nanbrauðin og bara allt," segir hún og stynur við tilhugsunina. Hún eldar oft indverskan mat heima, en segist hafa verið lengi að byrja. "Maður þarf að koma sér upp réttu kryddunum, en eftir að ég eignaðist kryddin smátt og smátt hef ég eldað þvílíku réttina," segir hún og skellihlær. "Þetta er einfaldur og þægilegur matur og þar að auki hollur. Það er líka þerapía í þessari eldamennsku, og reyndar allri eldamennsku, að skera niður grænmeti, hræra í pottum og anda að sér ilminum, það er hreinlega á við góða hugleiðslu." Margrét Eir er að gefa út þriðju sólóplötuna sína sem heitir Í næturhúmi. "Þetta er stór og dramatísk plata, mikið af strengjum og gíturum og mikill söngur. Það er auðvitað brjálað að gera í tengslum við útgáfuna," segir Margrét Eir, en gefur sér samt tíma til að brosa fyrir ljósmyndarann áður en hún er rokin.
Matur Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira