Aðventuhátíð í faðmi fjalla 9. desember 2004 00:01 Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með. Aldursbilið var breitt, kringum 80 ár, og fullkomin eindrægni ríkti í hópnum, sem Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema leiddu. Flestir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og eftir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn til landsins. Jólalögin hljómuðu í hátölurum og þegar komið var í Bása um klukkan 23 var allt uppljómað því auk stjörnuskins og tunglsljóss logaði þar á ótal kertum, lugtum og blysum. Eftirminnilegt. Gott var að vakna eftir rólega nótt í vistlegum skála Útivistar og teyga ferskt fjallaloftið. Á heiðskírum himni sáust bæði sól og máni. Eftir morgunverð var haldið í göngu inn úr Goðalandi, þar sem hrímið skreytti kjarr og kletta. Krakkarnir stóðu sig með sóma í ratleik sem jólasveinn nokkur hafði att þeim út í og eftir ratleikinn fóru flestir í lengri göngu upp á Kattahryggi, Foldir og niður Hestagötur. Rómuðu þeir mjög veður og útsýni er þeir komu til baka. Innipúkinn, yngstu börnin og einstaka amma sneru við þar sem hinir lögðu á brattann. Eftir gönguna var boðið upp á heitt súkkulaði og svo var tekið til við að skreyta skálana, sem eftir það ilmuðu af greni, piparkökum og mandarínum. Allir lögðu til veisluföng svo úr varð glæsilegt hlaðborð og eftir matinn var kvöldvaka með jólalegu ívafi og sungið við gítarspil langt fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var komin væta en þeir sprækustu létu hana ekki aftra sér frá útvist. Eftir var að pakka saman, þrífa og halda heim á ný eftir yndislega helgi í faðmi fjalla. Ferðalög Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með. Aldursbilið var breitt, kringum 80 ár, og fullkomin eindrægni ríkti í hópnum, sem Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema leiddu. Flestir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og eftir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn til landsins. Jólalögin hljómuðu í hátölurum og þegar komið var í Bása um klukkan 23 var allt uppljómað því auk stjörnuskins og tunglsljóss logaði þar á ótal kertum, lugtum og blysum. Eftirminnilegt. Gott var að vakna eftir rólega nótt í vistlegum skála Útivistar og teyga ferskt fjallaloftið. Á heiðskírum himni sáust bæði sól og máni. Eftir morgunverð var haldið í göngu inn úr Goðalandi, þar sem hrímið skreytti kjarr og kletta. Krakkarnir stóðu sig með sóma í ratleik sem jólasveinn nokkur hafði att þeim út í og eftir ratleikinn fóru flestir í lengri göngu upp á Kattahryggi, Foldir og niður Hestagötur. Rómuðu þeir mjög veður og útsýni er þeir komu til baka. Innipúkinn, yngstu börnin og einstaka amma sneru við þar sem hinir lögðu á brattann. Eftir gönguna var boðið upp á heitt súkkulaði og svo var tekið til við að skreyta skálana, sem eftir það ilmuðu af greni, piparkökum og mandarínum. Allir lögðu til veisluföng svo úr varð glæsilegt hlaðborð og eftir matinn var kvöldvaka með jólalegu ívafi og sungið við gítarspil langt fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var komin væta en þeir sprækustu létu hana ekki aftra sér frá útvist. Eftir var að pakka saman, þrífa og halda heim á ný eftir yndislega helgi í faðmi fjalla.
Ferðalög Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“