Jóladiskur með nemendum Maríu og Siggu 9. desember 2004 00:01 Söngskóli Maríu og Siggu hefur gefið út jóladisk til styrktar verkefninu Blátt áfram, en það er verkefni sem er unnið í samvinnu við Ungmennafélag Íslands og felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. "Við erum alltaf að leita að jákvæðum leiðum til að fjalla um þetta grafalvarlega málefni sem er samfélagsvandamál og mjög viðkvæmt í allri umfjöllun," segir Svava Björnsdóttir verkefnisstjóri. "Það er algengt að fólk vilji ekkert af þessu vita og einmitt þess vegna er svo mikilvægt að opna umræðuna og takast á við vandamálið í alvöru. Tölur sýna að 17% íslenskra barna verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fram að 18 ára aldri, hrikalegar tölur," segir Svava. Söngskóli Maríu og Siggu hefur lagt hönd á plóg til að styrkja málefnið og gefið út jóladiskinn Jólastjörnur, en ágóði af sölu disksins rennur til verkefnisins. "Okkur fannst tilvalið að skólinn legði þessu málefni lið og ákváðum að fara þessa leið," segir Sigga Beinteins, annar skólastjóra skólans. "Við fengum bestu nemendurna til að syngja falleg jólalög og Grétar Örvarsson sá um allar útsetningar og fékk til liðs við sig afbragðstónlistarmenn. Yngsti söngvarinn er 5 ára og sá elsti 32 ára og lögin eru yndislegar perlur sem allir þekkja og geta notið. Diskurinn er kominn í allar helstu verslanir." Blátt áfram sendi bækling inn á öll heimili á Íslandi í byrjun nóvember þar sem málefnið er kynnt. "Nú erum við að reyna að afla fjár til að koma af stað forvörnum í grunnskólunum með brúðuleikhúsi að bandarískri fyrirmynd," segir Svava. "Það er auðvitað aldrei hægt að fyrirbyggja alveg kynferðisofbeldi gegn börnum, en við viljum að þau læri hvað má og hvað ekki og notum til þess stórar brúður sem ná vel til barnanna. Þá erum við með sérfræðing á staðnum, sem leiðbeinir þeim sem vinna með börnunum. Við viljum virkja þjóðina til samstarfs gegn þessum ofbeldisverkum," segir Svava. Jól Mest lesið Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jólaballinu útvarpað Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól Skreytir tíundu jólin í röð Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Rjúpa líka í forrétt Jól Margrét Eir er ekkert stressuð fyrir jólin Jól Pétur Gautur: Ekkert stress á aðfangadagskvöld Jólin
Söngskóli Maríu og Siggu hefur gefið út jóladisk til styrktar verkefninu Blátt áfram, en það er verkefni sem er unnið í samvinnu við Ungmennafélag Íslands og felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. "Við erum alltaf að leita að jákvæðum leiðum til að fjalla um þetta grafalvarlega málefni sem er samfélagsvandamál og mjög viðkvæmt í allri umfjöllun," segir Svava Björnsdóttir verkefnisstjóri. "Það er algengt að fólk vilji ekkert af þessu vita og einmitt þess vegna er svo mikilvægt að opna umræðuna og takast á við vandamálið í alvöru. Tölur sýna að 17% íslenskra barna verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fram að 18 ára aldri, hrikalegar tölur," segir Svava. Söngskóli Maríu og Siggu hefur lagt hönd á plóg til að styrkja málefnið og gefið út jóladiskinn Jólastjörnur, en ágóði af sölu disksins rennur til verkefnisins. "Okkur fannst tilvalið að skólinn legði þessu málefni lið og ákváðum að fara þessa leið," segir Sigga Beinteins, annar skólastjóra skólans. "Við fengum bestu nemendurna til að syngja falleg jólalög og Grétar Örvarsson sá um allar útsetningar og fékk til liðs við sig afbragðstónlistarmenn. Yngsti söngvarinn er 5 ára og sá elsti 32 ára og lögin eru yndislegar perlur sem allir þekkja og geta notið. Diskurinn er kominn í allar helstu verslanir." Blátt áfram sendi bækling inn á öll heimili á Íslandi í byrjun nóvember þar sem málefnið er kynnt. "Nú erum við að reyna að afla fjár til að koma af stað forvörnum í grunnskólunum með brúðuleikhúsi að bandarískri fyrirmynd," segir Svava. "Það er auðvitað aldrei hægt að fyrirbyggja alveg kynferðisofbeldi gegn börnum, en við viljum að þau læri hvað má og hvað ekki og notum til þess stórar brúður sem ná vel til barnanna. Þá erum við með sérfræðing á staðnum, sem leiðbeinir þeim sem vinna með börnunum. Við viljum virkja þjóðina til samstarfs gegn þessum ofbeldisverkum," segir Svava.
Jól Mest lesið Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jólaballinu útvarpað Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól Skreytir tíundu jólin í röð Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Rjúpa líka í forrétt Jól Margrét Eir er ekkert stressuð fyrir jólin Jól Pétur Gautur: Ekkert stress á aðfangadagskvöld Jólin