Nauðganir vopn í stríðsátökum 8. desember 2004 00:01 Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum. Í skýrslunni segir að nauðganir verði áfram notaðar sem vopn í stríðum þar til ríkisstjórnir og samfélög tryggja jafnan rétt kvenna og binda enda á mismunun. Ofbeldi gegn konum eykst mikið á stríðstímum eins og sögur kvenna sem komist hafa af bera merki um. Þær eru hræddar við að segja frá reynslu sinni og leita réttar síns af ótta við útskúfun og hefnd. "Pabbi sagði mér að fela mig. Þegar hermennirnir komu skutu þeir mömmu og pabba beint fyrir framan augun á mér. Ég faldi mig en hermennirnir fundu mig og nauðguðu mér.... þeir voru margir," segir í skýrslu Amnesty International eftir stúlku frá Kongó. Hún var tíu ára þegar ráðist var á hana og fjölskyldu hennar og nú tveimur árum síðar þjáist hún af verkjum og þunglyndi. Þá segir einnig að stúlkuna langi til að fara aftur í skólann en þorir því ekki af ótta við að hinir krakkarnir stríði henni og kalli hana konu óvinanna. Konur sem misst hafa vernd sem karlkyns ættingjar og samfélög þeirra veita eiga mjög á hættu að verða fyrir kynbundnu ofbeldi eins og nauðgunum. Rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós að konur og stúlkur eru neyddar til kynmaka og fá þá í staðinn að fara í gegnum svæði, fá mat, húsaskjól eða skilríki. Í skýrslunni segir frá viðtali við unga flóttakonu í Gíneu sem þarf að selja sig til að geta fætt sig og barnið sitt og segir hún hjálparstarfsmenn borga betur fyrir þjónustuna. "Þeir borga þrjú hundruð fyrir hvert skipti, en ef ég er heppin og næ í hjálparstarfsmann getur hann borgað mér fimmtán hundruð." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum. Í skýrslunni segir að nauðganir verði áfram notaðar sem vopn í stríðum þar til ríkisstjórnir og samfélög tryggja jafnan rétt kvenna og binda enda á mismunun. Ofbeldi gegn konum eykst mikið á stríðstímum eins og sögur kvenna sem komist hafa af bera merki um. Þær eru hræddar við að segja frá reynslu sinni og leita réttar síns af ótta við útskúfun og hefnd. "Pabbi sagði mér að fela mig. Þegar hermennirnir komu skutu þeir mömmu og pabba beint fyrir framan augun á mér. Ég faldi mig en hermennirnir fundu mig og nauðguðu mér.... þeir voru margir," segir í skýrslu Amnesty International eftir stúlku frá Kongó. Hún var tíu ára þegar ráðist var á hana og fjölskyldu hennar og nú tveimur árum síðar þjáist hún af verkjum og þunglyndi. Þá segir einnig að stúlkuna langi til að fara aftur í skólann en þorir því ekki af ótta við að hinir krakkarnir stríði henni og kalli hana konu óvinanna. Konur sem misst hafa vernd sem karlkyns ættingjar og samfélög þeirra veita eiga mjög á hættu að verða fyrir kynbundnu ofbeldi eins og nauðgunum. Rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós að konur og stúlkur eru neyddar til kynmaka og fá þá í staðinn að fara í gegnum svæði, fá mat, húsaskjól eða skilríki. Í skýrslunni segir frá viðtali við unga flóttakonu í Gíneu sem þarf að selja sig til að geta fætt sig og barnið sitt og segir hún hjálparstarfsmenn borga betur fyrir þjónustuna. "Þeir borga þrjú hundruð fyrir hvert skipti, en ef ég er heppin og næ í hjálparstarfsmann getur hann borgað mér fimmtán hundruð."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira