Menning

Dagreykingamönnum fækkar mjög

Innan við fimmtungur Íslendinga á aldrinum 15-89 ára reykja daglega samkvæmt niðurstöðum þriggja kannana á tóbaksnotkun hér á landi sem lýðheilsustöð hefur látið taka saman. Til samanburðar reyktu um 30% fólks á þessum aldri daglega fyrir tólf árum síðan. Flesta reykingamenn er að finna meðal ungra karla á aldrinum 20-29 ára þar sem fjórði hver maður reykir daglega. Mesta breytingin hefur hins vegar orðið á reykingavenjum fólks milli þrítugs og fertugs þar sem helmingi færri reykja nú en fyrir tólf árum. Þegar má sjá betra heilsufar vegna minni reykinga, ekki síst í fækkun hjarta- og æðasjúkdóma, en reykingar og reykmettað andrúmsloft hafa meiri áhrif á heilsu landsmanna en nokkur annar einstakur þáttur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×