
Innlent
Í fangelsi fyrir hnífstungur
Tvítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að stinga mann fjórum sinnum fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Tólf mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. Refsing nítján ára pilts, sem einnig var ákærður fyrir að hafa ráðist að sama manni og kýlt hann hnefahöggi í andlitið, var felld niður. Mennirnir tveir voru í bíl fyrir utan skólaball og rákust þeir utan í annan mann á bílaplaninu. Upp hófust átök við manninn og sá eldri tók upp hníf og stakk hann fjórum sinnum í líkamann svo af hlutust fjögur tveggja til átta sentímetra djúp sár.