Óábyrgt að hækka ekki skatta 7. desember 2004 00:01 Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Steinunn Valdís mælti í dag fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Hún sagði að mörku að hyggja í stóru sveitarfélagi og undirstrikaði að borgarbúar skynjuðu þá ábyrgð sem þeim væri falin. Þrátt fyrir ábyrga stjórnun í rekstri borgarinnar væru ýmis teikn á lofti sem taka bæri alvarlega og kölluðu á aðhald. Steinunn sagði að það hefði ekki reynst erfið ákvörðun að hækka útsvar og fasteignaskatt. Þetta snerist einfaldlega um ábyrgð og festu í fjármálum. Sveitarfélögin hafi verið í viðræðum við ríkið um aukna tekjustofna og ríkið hafi bent á að þau hafi ekki fullnýtt tekjustofnana. „Við erum að taka við fjölmörgum verkefnum og auka þjónustu og því væri það ábyrgðarleysi að auka ekki tekjur sínar eins og við erum að gera nú,“ sagði borgarstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, sagðist gefa lítið fyrir svona málflutning. R-listinn hefði komið sér í slík óefni vegna óráðsíu í fjármálum og vegna aukinnar skuldasöfnunar. „Ef hann hefði hagað sér þokkalega í fjármálastjórninni á undanförnum árum hefði hann ekki þurft að nýta þessa heimild,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði skattahækkanir skjóta skökku við því árið 2002 hafi þáverandi borgarstjóri lofað að hækka ekki álögur á borgarbúa á næstu fjórum árum vegna skuldasöfnunar. Steinunn Valdís segir forsendur hafa breyst síðan þá. Ýmislegt hafi breyst sem á þeim tíma hafi ekki verið fyrirséð, t.d. aukning einkahlutafélaga og hækkun húsaleigubóta sem hafi komið verulega illa við Reykjavíkurborg. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Steinunn Valdís mælti í dag fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Hún sagði að mörku að hyggja í stóru sveitarfélagi og undirstrikaði að borgarbúar skynjuðu þá ábyrgð sem þeim væri falin. Þrátt fyrir ábyrga stjórnun í rekstri borgarinnar væru ýmis teikn á lofti sem taka bæri alvarlega og kölluðu á aðhald. Steinunn sagði að það hefði ekki reynst erfið ákvörðun að hækka útsvar og fasteignaskatt. Þetta snerist einfaldlega um ábyrgð og festu í fjármálum. Sveitarfélögin hafi verið í viðræðum við ríkið um aukna tekjustofna og ríkið hafi bent á að þau hafi ekki fullnýtt tekjustofnana. „Við erum að taka við fjölmörgum verkefnum og auka þjónustu og því væri það ábyrgðarleysi að auka ekki tekjur sínar eins og við erum að gera nú,“ sagði borgarstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, sagðist gefa lítið fyrir svona málflutning. R-listinn hefði komið sér í slík óefni vegna óráðsíu í fjármálum og vegna aukinnar skuldasöfnunar. „Ef hann hefði hagað sér þokkalega í fjármálastjórninni á undanförnum árum hefði hann ekki þurft að nýta þessa heimild,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði skattahækkanir skjóta skökku við því árið 2002 hafi þáverandi borgarstjóri lofað að hækka ekki álögur á borgarbúa á næstu fjórum árum vegna skuldasöfnunar. Steinunn Valdís segir forsendur hafa breyst síðan þá. Ýmislegt hafi breyst sem á þeim tíma hafi ekki verið fyrirséð, t.d. aukning einkahlutafélaga og hækkun húsaleigubóta sem hafi komið verulega illa við Reykjavíkurborg.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira