Jólin magnað ritúal 3. desember 2004 00:01 "Jólin eru auðvitað magnað ritúal, klókindaleg sáttagjörð kristninnar á milli sólhvarfahátíðar heiðinna manna og fæðingarhátíðar Krists. Hvernig væri skammdegisland á borð við Ísland án þeirra? Ég á að minnsta kosti erfitt með að ímynda mér þennan dimmasta tíma vetrarins án þessarar ljósaorgíu, gjafaflóða, ofgnótt veislumatar og auðvitað jólabókanna," segir Sindri Freysson rithöfundur. Sindri þurfti fyrir einn kafla nýútkominnar bókar sinnar, Flóttann, að velta fyrir sér jólunum frá öðrum sjónarhóli en venjulega. "Aðalpersóna þessarar bókar er ungur Þjóðverji, Thomas Lang, sem lagðist á flótta þegar Bretar hernámu Ísland og fór í felur á Vestfjörðum. Í einum kafla bókarinnar upplifir hann jólahald hjá velmegandi ísfirskri kaupmannafjölskyldu annó 1940. Ég reyndi að gera mér í hugarlund hvernig hann upplifði þetta, hundeltur útlendingur á hjara veraldar: "Á aðfangadagskvöld var Thomas dreginn nauðugur viljugur inn í hringinn sem dansaði í kringum kertalýst jólartréð. Hann fór fimm hringa réttsælis og fimm rangsælis. Hann hreyfði varirnar með sálmunum án þess að kunna textana en uppgötvaði þó að Stille Nacht hafði verið skírt Heims um ból upp á íslensku og var óskiljanlegt með öllu á þeirri tungu. "Meinvilla í myrkrinu lá," hvað þýddi þetta eiginlega? Mein Gott! " les Sindri upp úr bókinni. "Afi minn heitinn skrifaði margar jólasögur sem báru því glöggt vitni að hann var dýra- og mannvinur og auðvitað aldamótaskáld. Þemað var oftast að huga að lítilmagnanum á þessum tímum, óvæntur ljósgeisli bjargaði jólum fátækrar fjölskyldu eins og fyrir kraftaverk, lítil stúlka sem talin var af fannst grafin í fönn eða heil á húfi. Ég tilheyri hinsvegar annarri aldamótakynslóð höfunda og þar eru viðfangsefnin heldur kaldhæðnari. Fátækar fjölskyldur fá í mesta lagi poka frá Mæðrastyrksnefnd og börn eru ekki send út einsömul nema með farsíma. "Það eru breyttir tímar," segir Sindri. Jól Mest lesið Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Ekta gamaldags jól Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Lax í jólaskapi Jólin Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól Trúum á allt sem gott er Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin
"Jólin eru auðvitað magnað ritúal, klókindaleg sáttagjörð kristninnar á milli sólhvarfahátíðar heiðinna manna og fæðingarhátíðar Krists. Hvernig væri skammdegisland á borð við Ísland án þeirra? Ég á að minnsta kosti erfitt með að ímynda mér þennan dimmasta tíma vetrarins án þessarar ljósaorgíu, gjafaflóða, ofgnótt veislumatar og auðvitað jólabókanna," segir Sindri Freysson rithöfundur. Sindri þurfti fyrir einn kafla nýútkominnar bókar sinnar, Flóttann, að velta fyrir sér jólunum frá öðrum sjónarhóli en venjulega. "Aðalpersóna þessarar bókar er ungur Þjóðverji, Thomas Lang, sem lagðist á flótta þegar Bretar hernámu Ísland og fór í felur á Vestfjörðum. Í einum kafla bókarinnar upplifir hann jólahald hjá velmegandi ísfirskri kaupmannafjölskyldu annó 1940. Ég reyndi að gera mér í hugarlund hvernig hann upplifði þetta, hundeltur útlendingur á hjara veraldar: "Á aðfangadagskvöld var Thomas dreginn nauðugur viljugur inn í hringinn sem dansaði í kringum kertalýst jólartréð. Hann fór fimm hringa réttsælis og fimm rangsælis. Hann hreyfði varirnar með sálmunum án þess að kunna textana en uppgötvaði þó að Stille Nacht hafði verið skírt Heims um ból upp á íslensku og var óskiljanlegt með öllu á þeirri tungu. "Meinvilla í myrkrinu lá," hvað þýddi þetta eiginlega? Mein Gott! " les Sindri upp úr bókinni. "Afi minn heitinn skrifaði margar jólasögur sem báru því glöggt vitni að hann var dýra- og mannvinur og auðvitað aldamótaskáld. Þemað var oftast að huga að lítilmagnanum á þessum tímum, óvæntur ljósgeisli bjargaði jólum fátækrar fjölskyldu eins og fyrir kraftaverk, lítil stúlka sem talin var af fannst grafin í fönn eða heil á húfi. Ég tilheyri hinsvegar annarri aldamótakynslóð höfunda og þar eru viðfangsefnin heldur kaldhæðnari. Fátækar fjölskyldur fá í mesta lagi poka frá Mæðrastyrksnefnd og börn eru ekki send út einsömul nema með farsíma. "Það eru breyttir tímar," segir Sindri.
Jól Mest lesið Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Ekta gamaldags jól Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Lax í jólaskapi Jólin Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól Trúum á allt sem gott er Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin