Flottir Hljómar Egill Helgason skrifar 2. desember 2004 00:01 Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira