Menning

Sigrún Elsa eignaðist litla dóttur

"Hún er þæg og sefur meirihluta sólarhringsins," segir Sigrún Elsa Smáradóttir markaðsstjóri hjá Austurbakka og  varaborgarfulltrúi um litlu dótturina sem hún eignaðist þann 28. október síðastliðinn. Sigrún Elsa á fyrir 12 ára strák og 9 ára dóttur sem eru dugleg að hugsa um litlu systur. Auk þess á litla stelpan 15 ára bróður. Aðspurð segir Sigrún ekkert ákveðið leyndarmál á bak við hvernig henni hafi tekist að samræma móðurhlutverkið við starfsframann. "Ætli maður verði ekki að tileinka sér hóflegt kæruleysi og passa að láta ekki alla smálegu hlutina koma sér úr jafnvægi. Annars er enginn stór sannleikur í þessu. Maður verður bara að gera það sem maður getur á hverju sviði. Barnauppeldi er náttúrulega samvinnu verkefni beggja foreldra. Það ætti ekki að vera neitt skrítnara ef konur geti átt sér einhvern frama í atvinnulífinu frekar en karlarnir." Ítarlegt viðtal við Sigrúnu Elsu Smáradóttur í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×