Engir landsleikir hér heima 30. nóvember 2004 00:01 Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár. Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira