Starfa fyrir breskt fyrirtæki 30. nóvember 2004 00:01 Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira