Eimir eftir af áráttuhegðun 29. nóvember 2004 00:01 "Þetta hefur gengið framar vonum, en röskunin sem varð er þó enn að trufla hann," sagði Pálína E. Þórðardóttir, móðir hans. "Einhverfir leita í einhverja áráttu þegar þeir hafa ekki sitt reglubundna líf. Hann fer í áráttuhegðun þegar áreitið kemur og það eimir enn eftir af því. Það tekur væntanlega lengri tíma að vinna úr því." Pálína og faðir Jóns Þórs, Jóhannes Jónsson, sögðu meðan verkfallið stóð, að það væri beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefði orðið hjá honum. Jón Þór er eins og aðrir einhverfir, mjög háður reglu og skipulagi og sögðu foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mánuði í afturför. Hann var þá farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins grét hann mikið og var farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður hafði það komið örsjaldan fyrir. Pálína sagði starfsfólkið í Hamraskóla, þar sem Jón Þór er, vera frábært í alla staði. Þar er rekin deild fyrir einhverfa nemendur, sem eru sjö talsins. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, allt upp í 8. bekk. "Verkfallið truflaði hann verulega og við eigum enn svolítið í land," sagði Pálína. "Hann varð mjög glaður þegar hann komst aftur í skólann. Það var ekki vandamál að fá hann til að fara aftur þangað, en það var kannski meira vandamál að fá hann til að fara að vinna aftur og gera sín verkefni. Það er ekki komið í sama horf og var áður en verkfallið skall á." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
"Þetta hefur gengið framar vonum, en röskunin sem varð er þó enn að trufla hann," sagði Pálína E. Þórðardóttir, móðir hans. "Einhverfir leita í einhverja áráttu þegar þeir hafa ekki sitt reglubundna líf. Hann fer í áráttuhegðun þegar áreitið kemur og það eimir enn eftir af því. Það tekur væntanlega lengri tíma að vinna úr því." Pálína og faðir Jóns Þórs, Jóhannes Jónsson, sögðu meðan verkfallið stóð, að það væri beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefði orðið hjá honum. Jón Þór er eins og aðrir einhverfir, mjög háður reglu og skipulagi og sögðu foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mánuði í afturför. Hann var þá farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins grét hann mikið og var farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður hafði það komið örsjaldan fyrir. Pálína sagði starfsfólkið í Hamraskóla, þar sem Jón Þór er, vera frábært í alla staði. Þar er rekin deild fyrir einhverfa nemendur, sem eru sjö talsins. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, allt upp í 8. bekk. "Verkfallið truflaði hann verulega og við eigum enn svolítið í land," sagði Pálína. "Hann varð mjög glaður þegar hann komst aftur í skólann. Það var ekki vandamál að fá hann til að fara aftur þangað, en það var kannski meira vandamál að fá hann til að fara að vinna aftur og gera sín verkefni. Það er ekki komið í sama horf og var áður en verkfallið skall á."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira