
Innlent
Slökkviliðið kallað að 22

Slökkviliðsmenn og -bílar frá fjórum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu voru sendir að veitingahúsinu við Laugaveg 22 laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi eftir að tilkynning hafði borist um að reyk legði upp af húsinu. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn reyndist milliveggur á efri hæð hússins hafa ofhitnað út frá eldunartækjum og rufu slökkviliðsmenn vegginn til að slökkva í glæðum en enginn eldur logaði. Skemmdir urðu óverulegar.