Gæti farið á báða vegu 28. nóvember 2004 00:01 Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. Kosið verður um hann næstu þrjá daga. Niðurstöðu er að vænta 6. desember. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir andrúmsloftið þyngra í kringum samninginn en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara: "Það er mjög skrítin staða að þurfa að taka afstöðu til samningsins með skugga gerðardóms hangandi yfir sér." Guðlaug Gunnsteinsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ, segir fólk alls ekki ánægt með samninginn en nokkur veigamikil atriði hafi náðst sem kennarar hafi barist fyrir lengi. Óánægjan snúi að því sem verði í launaumslaginu. Kennarar hræðist meðal annars að fari deilan fyrir gerðardóm missi ungir kennarar þá umframhækkun sem samist hafi um. Eins að verkstjórnartímanum verði breytt sem og kennsluskyldu reynslumikilla kennara. "Þetta er enn að brjótast um í fólki. Við byrjum að kjósa í dag en ég efast um að það verði margir búnir að kjósa fyrr en á miðvikudag, síðasta daginn," segir Guðlaug: "Staðan er óvenjuleg því fólk hefur talað mjög opinskátt um hvað það ætlar að gera en gerir það ekki núna. Ég held að það sé ekki búið að hugsa sín mál til enda." Ólafur á von á góðri kosningu hjá kennurum nú sem áður: "Hugsanlega verða það einhverjir sem skila auðu og vilja með því senda skilaboð um að þeim líki hvorug leiðin, hvorki samningurinn né gerðardómurinn," segir Ólafur. Þó telji hann að flestir vilji hafa áhrif á niðurstöðuna. Ólafur telur að samningurinn verði frekar samþykktur en ekki: "Þó er það félagsmanna að ákveða það." Undir það tekur Guðlaug og segir: "Þau eru færri nei-in eins áköf og þau voru. Ég bíð eftir 6. desember og get ekki ráðið í hver niðurstaðan verður." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. Kosið verður um hann næstu þrjá daga. Niðurstöðu er að vænta 6. desember. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir andrúmsloftið þyngra í kringum samninginn en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara: "Það er mjög skrítin staða að þurfa að taka afstöðu til samningsins með skugga gerðardóms hangandi yfir sér." Guðlaug Gunnsteinsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ, segir fólk alls ekki ánægt með samninginn en nokkur veigamikil atriði hafi náðst sem kennarar hafi barist fyrir lengi. Óánægjan snúi að því sem verði í launaumslaginu. Kennarar hræðist meðal annars að fari deilan fyrir gerðardóm missi ungir kennarar þá umframhækkun sem samist hafi um. Eins að verkstjórnartímanum verði breytt sem og kennsluskyldu reynslumikilla kennara. "Þetta er enn að brjótast um í fólki. Við byrjum að kjósa í dag en ég efast um að það verði margir búnir að kjósa fyrr en á miðvikudag, síðasta daginn," segir Guðlaug: "Staðan er óvenjuleg því fólk hefur talað mjög opinskátt um hvað það ætlar að gera en gerir það ekki núna. Ég held að það sé ekki búið að hugsa sín mál til enda." Ólafur á von á góðri kosningu hjá kennurum nú sem áður: "Hugsanlega verða það einhverjir sem skila auðu og vilja með því senda skilaboð um að þeim líki hvorug leiðin, hvorki samningurinn né gerðardómurinn," segir Ólafur. Þó telji hann að flestir vilji hafa áhrif á niðurstöðuna. Ólafur telur að samningurinn verði frekar samþykktur en ekki: "Þó er það félagsmanna að ákveða það." Undir það tekur Guðlaug og segir: "Þau eru færri nei-in eins áköf og þau voru. Ég bíð eftir 6. desember og get ekki ráðið í hver niðurstaðan verður."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira