Banaslys á Selfossi
Ekið var á karlmann sem lést samstundis snemma á sunnudagsmorgun á Selfossi, atvikið átti sér stað sunnarlega á Eyrarveginum. Ökumaðurinn gaf sig fljótlega fram og er málið í vinnslu hjá lögreglunni á Selfossi. Enginn grunur liggur fyrir um ölvun en lögregla vill ekki gefa frekari upplýsingar um málið enn sem komið er.