Jólalegt í Fjölskyldu- og húsdýrag 26. nóvember 2004 00:01 "Hér verður viðamikil dagskrá frá og með næsta sunnudegi fram til Þorláksmessu," segir Unnur Sigurþórsdóttir, fræðslufulltrúi fjölskyldu og húsdýragarðsins, en ókeypis aðgangur verður í garðinn alla aðventuna í boði Fréttablaðsins. Jólamarkaður verður opinn alla daga frá 13.30 til 17 þar sem handverksfólk mun selja vörur sínar í átta smáhýsum sem Höfuðborgarstofa leggur til. Fleira verður fallegt og fræðandi að skoða. Til dæmis verður fiskasafn garðsins opnað 1. desember og verður til að byrja með í tjaldi við Selalaugina þar sem Vísindaveröldin er. Aðventustundir með sr. Jóni Helga Þórarinssyni, sóknarpresti í Langholtskirkju, og sr. Bjarna Karlssyni, sóknarpresti í Laugarneskirkju, verða hluti af jóladagskránni að sögn Unnar. Sú fyrsta verður nú á sunnudag klukkan 15.30. Jólasaga verður lesin alla daga aðventunnar klukkan 10.45 og líka klukkan 14 fram til 12. desember en þann dag og upp frá því á Unnur von á skrítnum bræðrum úr fjöllunum í heimsókn í garðinn eftir að þeir fara að tínast til byggða og á þar auðvitað við jólasveinana sem kíkja við og segja sögur af sér og foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Jólahlaðborð verður á boðstólnum fyrstu þrjár helgarnar í desember með hollum og góðum jólamat og Skoppa og Skrítla sem búa í Ævintýralandi munu skemmta matargestum klukkan 13 þá daga. En hvað skyldi helst vera að frétta úr veröld dýranna. "Kindurnar verða rúnar nú á sunnudaginn milli 13 og 17 og önnur gyltan okkar er grísafull. Svo er stóðhesturinn Hamur frá Þóroddsstöðum væntanlegur í garðinn um mánaðamótin og tveir fálkar eru hjá okkur í tengslum við verkefnið "Villt dýr í hremmingum". Öðrum verður sleppt á annan í jólum en hinn er hálfblindur og á eflaust erfitt með að bjarga sér úti í náttúrunni," segir Unnur og getur þess að lokum að kl. 15 á sunnudaginn muni Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur fræða gesti garðsins um fálka. Jól Mest lesið Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Ekta gamaldags jól Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Lax í jólaskapi Jólin Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól Trúum á allt sem gott er Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin
"Hér verður viðamikil dagskrá frá og með næsta sunnudegi fram til Þorláksmessu," segir Unnur Sigurþórsdóttir, fræðslufulltrúi fjölskyldu og húsdýragarðsins, en ókeypis aðgangur verður í garðinn alla aðventuna í boði Fréttablaðsins. Jólamarkaður verður opinn alla daga frá 13.30 til 17 þar sem handverksfólk mun selja vörur sínar í átta smáhýsum sem Höfuðborgarstofa leggur til. Fleira verður fallegt og fræðandi að skoða. Til dæmis verður fiskasafn garðsins opnað 1. desember og verður til að byrja með í tjaldi við Selalaugina þar sem Vísindaveröldin er. Aðventustundir með sr. Jóni Helga Þórarinssyni, sóknarpresti í Langholtskirkju, og sr. Bjarna Karlssyni, sóknarpresti í Laugarneskirkju, verða hluti af jóladagskránni að sögn Unnar. Sú fyrsta verður nú á sunnudag klukkan 15.30. Jólasaga verður lesin alla daga aðventunnar klukkan 10.45 og líka klukkan 14 fram til 12. desember en þann dag og upp frá því á Unnur von á skrítnum bræðrum úr fjöllunum í heimsókn í garðinn eftir að þeir fara að tínast til byggða og á þar auðvitað við jólasveinana sem kíkja við og segja sögur af sér og foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Jólahlaðborð verður á boðstólnum fyrstu þrjár helgarnar í desember með hollum og góðum jólamat og Skoppa og Skrítla sem búa í Ævintýralandi munu skemmta matargestum klukkan 13 þá daga. En hvað skyldi helst vera að frétta úr veröld dýranna. "Kindurnar verða rúnar nú á sunnudaginn milli 13 og 17 og önnur gyltan okkar er grísafull. Svo er stóðhesturinn Hamur frá Þóroddsstöðum væntanlegur í garðinn um mánaðamótin og tveir fálkar eru hjá okkur í tengslum við verkefnið "Villt dýr í hremmingum". Öðrum verður sleppt á annan í jólum en hinn er hálfblindur og á eflaust erfitt með að bjarga sér úti í náttúrunni," segir Unnur og getur þess að lokum að kl. 15 á sunnudaginn muni Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur fræða gesti garðsins um fálka.
Jól Mest lesið Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Ekta gamaldags jól Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Lax í jólaskapi Jólin Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól Trúum á allt sem gott er Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin