Matur frá öllum heimshornum 26. nóvember 2004 00:01 Meðal þess sem er nýstárlegt á Café Kulture eru þemavikur eða þemahelgar þar sem boðið er upp á alþjóðlegan matseðil og tónleika í samræmi við það. "Fyrir tveimur vikum vorum við með rússneskt hlaðborð og því fylgdi rússnesk lifandi harmonikutónlist og fengum við þá til okkar gestakokk sem heitir Vadim Skvortsov en hann kemur frá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Þetta tókst mjög vel og boðið var upp á hina klassísku rússnesku rauðrófusúpu, Bortsch, og fyllt smábrauð," segir Guðmundur Annas Árnason, matreiðslumaður á Café Kulture. "Á fimmtudagskvöldum í nóvember og desember verður rauðvíns- og ostakvöld ásamt lifandi tónlist frá kl. 22 til 1 eftir miðnætti. Einnig bjóðum við upp á þemakvöld fyrir hópa og setjum þá saman eitthvað skemmtilegt fyrir þá," segir hann. Guðmundur gefur hér uppskriftir að áðurnefndri rauðrófusúpu og fylltu smábrauði. Porizky rússnesk smábrauð 800 g hveiti 1 glas af AB mjólk 100 g jurtaolía 1 egg 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 25 g lyftiduft kjötfars laukur pipar Búið til deig úr AB mjólk, eggjum, hveiti, olíu, lyftidufti, salt og sykri. Setjið deig til lyftingar á hlýjan stað í eina og hálfa klukkustund. Á meðan þarf að steikja kjötfars með lauk, salti og pipar í bökunarofni. Þegar kjötfars hefur kólnað þarf að setja það í hakkavél. Þegar deig er tilbúið eru búnar til smákúlur og eru þær fylltar með farsinu og festar saman að neðanverðu, það er að segja búnar eru til smábökur. Látið bökurnar hvíla í tuttugu mínútur á ofnpönnu, penslið síðan bökurnar með eggi og bakið í við 180 gráður, þar til bökurnar eru fallega brúnar. Bortsch - rússnesk rauðrófusúpa nauta- eða svínakjöt 500 g 4 kartöflur 1 rauðrófa 2 dósir litlar tómatpurre 1 gulrót 1 steinseljurót 2 laukar 2 tsk. sykur 3 lárviðarlauf 3 hvítlauksgeirar 1 msk. súpujurtir kál edik Búa þarf til soð úr nauta- eða svínakjöti, bæta við gulrót, káli, kartöflum, lauk og steinseljurót. Hægsjóða rauðrófu með ediki, sykri og tómatpurre og blanda saman rauðrófu og kjötsoði, bæta svo við kjöti og hvítlauk og sjóða í 20 mínútur. Borið fram með sýrðum rjóma. Matur Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Meðal þess sem er nýstárlegt á Café Kulture eru þemavikur eða þemahelgar þar sem boðið er upp á alþjóðlegan matseðil og tónleika í samræmi við það. "Fyrir tveimur vikum vorum við með rússneskt hlaðborð og því fylgdi rússnesk lifandi harmonikutónlist og fengum við þá til okkar gestakokk sem heitir Vadim Skvortsov en hann kemur frá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Þetta tókst mjög vel og boðið var upp á hina klassísku rússnesku rauðrófusúpu, Bortsch, og fyllt smábrauð," segir Guðmundur Annas Árnason, matreiðslumaður á Café Kulture. "Á fimmtudagskvöldum í nóvember og desember verður rauðvíns- og ostakvöld ásamt lifandi tónlist frá kl. 22 til 1 eftir miðnætti. Einnig bjóðum við upp á þemakvöld fyrir hópa og setjum þá saman eitthvað skemmtilegt fyrir þá," segir hann. Guðmundur gefur hér uppskriftir að áðurnefndri rauðrófusúpu og fylltu smábrauði. Porizky rússnesk smábrauð 800 g hveiti 1 glas af AB mjólk 100 g jurtaolía 1 egg 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 25 g lyftiduft kjötfars laukur pipar Búið til deig úr AB mjólk, eggjum, hveiti, olíu, lyftidufti, salt og sykri. Setjið deig til lyftingar á hlýjan stað í eina og hálfa klukkustund. Á meðan þarf að steikja kjötfars með lauk, salti og pipar í bökunarofni. Þegar kjötfars hefur kólnað þarf að setja það í hakkavél. Þegar deig er tilbúið eru búnar til smákúlur og eru þær fylltar með farsinu og festar saman að neðanverðu, það er að segja búnar eru til smábökur. Látið bökurnar hvíla í tuttugu mínútur á ofnpönnu, penslið síðan bökurnar með eggi og bakið í við 180 gráður, þar til bökurnar eru fallega brúnar. Bortsch - rússnesk rauðrófusúpa nauta- eða svínakjöt 500 g 4 kartöflur 1 rauðrófa 2 dósir litlar tómatpurre 1 gulrót 1 steinseljurót 2 laukar 2 tsk. sykur 3 lárviðarlauf 3 hvítlauksgeirar 1 msk. súpujurtir kál edik Búa þarf til soð úr nauta- eða svínakjöti, bæta við gulrót, káli, kartöflum, lauk og steinseljurót. Hægsjóða rauðrófu með ediki, sykri og tómatpurre og blanda saman rauðrófu og kjötsoði, bæta svo við kjöti og hvítlauk og sjóða í 20 mínútur. Borið fram með sýrðum rjóma.
Matur Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira