Skrifborðið og þvottavélarnar 25. nóvember 2004 00:01 Hin landsþekkta söngkona Svanhildur Jakobsdóttir heldur mikið upp á allt sem hún á: "Af húsgögnum held ég mest upp á skrifborðið okkar, sem er norskt og sérstaklega fallegt. Við keyptum það einu sinni þegar hljómsveitin okkar spilaði á þorrablóti fyrir Íslendinga í Noregi. Við höfðum ákveðið að nota ferðina til að kaupa okkur sófaborð og fórum um allt vítt og breitt til að leita að því. Fundum nú ekkert sófaborð sem okkur líkaði en hinsvegar sáum við skrifborðið og ákváðum að fjárfesta í því í staðinn. Svo hringdum við í Flugfélagið til að athuga hvort þeir gætu flutt fyrir okkur skrifborð og það var ekkert sjálfsagðara þó líkast til hafi runnið á þá tvær grímur þegar þeir sáu hvað borðið var stórt. Skrifborðið er fallegt og verður vonandi erfðagripur. Það gleður auga manns á hverjum degi." Svo eru uppþvottavélar og þvottavélar í sérstöku uppáhaldi hjá Svanhildi. "Það er svo stórkostlegt að geta á hverjum degi hent öllu leirtaui og óhreinum fötum inn í sitt hvora vélina og afgreiða málin þannig. Mér er minnisstætt þegar ég ákvað að keypt yrði uppþvottavél en það var fyrir mörgum árum að öll fjölskyldan var inni í stofu að horfa á eitthvað sérstaklega skemmtilegt í sjónvarpinu nema ég, sem stóð inni í eldhúsi og vaskaði upp. Mér finnast uppþvottavélar öndvegistæki sem enginn skyldi vera án. Heilsa Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hin landsþekkta söngkona Svanhildur Jakobsdóttir heldur mikið upp á allt sem hún á: "Af húsgögnum held ég mest upp á skrifborðið okkar, sem er norskt og sérstaklega fallegt. Við keyptum það einu sinni þegar hljómsveitin okkar spilaði á þorrablóti fyrir Íslendinga í Noregi. Við höfðum ákveðið að nota ferðina til að kaupa okkur sófaborð og fórum um allt vítt og breitt til að leita að því. Fundum nú ekkert sófaborð sem okkur líkaði en hinsvegar sáum við skrifborðið og ákváðum að fjárfesta í því í staðinn. Svo hringdum við í Flugfélagið til að athuga hvort þeir gætu flutt fyrir okkur skrifborð og það var ekkert sjálfsagðara þó líkast til hafi runnið á þá tvær grímur þegar þeir sáu hvað borðið var stórt. Skrifborðið er fallegt og verður vonandi erfðagripur. Það gleður auga manns á hverjum degi." Svo eru uppþvottavélar og þvottavélar í sérstöku uppáhaldi hjá Svanhildi. "Það er svo stórkostlegt að geta á hverjum degi hent öllu leirtaui og óhreinum fötum inn í sitt hvora vélina og afgreiða málin þannig. Mér er minnisstætt þegar ég ákvað að keypt yrði uppþvottavél en það var fyrir mörgum árum að öll fjölskyldan var inni í stofu að horfa á eitthvað sérstaklega skemmtilegt í sjónvarpinu nema ég, sem stóð inni í eldhúsi og vaskaði upp. Mér finnast uppþvottavélar öndvegistæki sem enginn skyldi vera án.
Heilsa Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira