Eitraðan reyk lagði frá eldsvoða 17. október 2005 23:41 Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Íbúum í nágrenninu var einnig ráðlagt að loka gluggum og kynda íbúðir sínar til að reykur bærist síður inn. Fólkið sem yfirgefa þurfti íbúðir sínar var flutt í Langholtsskóla, en lögregla bað um 15 strætisvagna til að annast flutninginn. Kolsvartan og þykkan reykinn lagði yfir miðbæ Reykjavíkur og höfuðstöðvar Olís sem standa sunnan við vinnslusvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að meðal þess sem brynni væri dekkjalager, vöruskemma og önnur spilliefni og því ljóst að reykurinn væri mjög eitraður. Á ellefta tímanum í gærkvöldi vann slökkviliðið að því að einangra dekkjahrúguna og fjarlægja annan eldsmat af svæðinu sem var mjög mikill að sögn varðstjóra. Á svæðinu voru gaskútar en frá þeim var ekki talin mikil sprengihætta. Þó kváðu við sprenginar úr eldhafinu. Slökkviliðið naut aðstoðar ljósvakamiðla við að vara íbúa eitruðum reyknum við auk þess sem send voru út skilaboð til fólks í gegnum Boða-skilaboðakerfi Símans. Slökkviliðið notaði sérstaka froðu fyrir olíubruna til að berjast við eldinn þar vatn dugar ekki á bráðin olíuefnin úr gúmmídekkjunum. Þá voru eldsupptök ekki ljós. Viðmælendur blaðsins mundu eftir því að eldur hefði kviknað á sama stað upp úr 1990 og taldi einn að tekið hefði tvo daga að slökkva eldinn. Hringrás hefur unnið úr brotajárni og selt á erlendan markað í fimm áratugi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. MYNDASÍÐA Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Íbúum í nágrenninu var einnig ráðlagt að loka gluggum og kynda íbúðir sínar til að reykur bærist síður inn. Fólkið sem yfirgefa þurfti íbúðir sínar var flutt í Langholtsskóla, en lögregla bað um 15 strætisvagna til að annast flutninginn. Kolsvartan og þykkan reykinn lagði yfir miðbæ Reykjavíkur og höfuðstöðvar Olís sem standa sunnan við vinnslusvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að meðal þess sem brynni væri dekkjalager, vöruskemma og önnur spilliefni og því ljóst að reykurinn væri mjög eitraður. Á ellefta tímanum í gærkvöldi vann slökkviliðið að því að einangra dekkjahrúguna og fjarlægja annan eldsmat af svæðinu sem var mjög mikill að sögn varðstjóra. Á svæðinu voru gaskútar en frá þeim var ekki talin mikil sprengihætta. Þó kváðu við sprenginar úr eldhafinu. Slökkviliðið naut aðstoðar ljósvakamiðla við að vara íbúa eitruðum reyknum við auk þess sem send voru út skilaboð til fólks í gegnum Boða-skilaboðakerfi Símans. Slökkviliðið notaði sérstaka froðu fyrir olíubruna til að berjast við eldinn þar vatn dugar ekki á bráðin olíuefnin úr gúmmídekkjunum. Þá voru eldsupptök ekki ljós. Viðmælendur blaðsins mundu eftir því að eldur hefði kviknað á sama stað upp úr 1990 og taldi einn að tekið hefði tvo daga að slökkva eldinn. Hringrás hefur unnið úr brotajárni og selt á erlendan markað í fimm áratugi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. MYNDASÍÐA
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira