Eitraðan reyk lagði frá eldsvoða 17. október 2005 23:41 Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Íbúum í nágrenninu var einnig ráðlagt að loka gluggum og kynda íbúðir sínar til að reykur bærist síður inn. Fólkið sem yfirgefa þurfti íbúðir sínar var flutt í Langholtsskóla, en lögregla bað um 15 strætisvagna til að annast flutninginn. Kolsvartan og þykkan reykinn lagði yfir miðbæ Reykjavíkur og höfuðstöðvar Olís sem standa sunnan við vinnslusvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að meðal þess sem brynni væri dekkjalager, vöruskemma og önnur spilliefni og því ljóst að reykurinn væri mjög eitraður. Á ellefta tímanum í gærkvöldi vann slökkviliðið að því að einangra dekkjahrúguna og fjarlægja annan eldsmat af svæðinu sem var mjög mikill að sögn varðstjóra. Á svæðinu voru gaskútar en frá þeim var ekki talin mikil sprengihætta. Þó kváðu við sprenginar úr eldhafinu. Slökkviliðið naut aðstoðar ljósvakamiðla við að vara íbúa eitruðum reyknum við auk þess sem send voru út skilaboð til fólks í gegnum Boða-skilaboðakerfi Símans. Slökkviliðið notaði sérstaka froðu fyrir olíubruna til að berjast við eldinn þar vatn dugar ekki á bráðin olíuefnin úr gúmmídekkjunum. Þá voru eldsupptök ekki ljós. Viðmælendur blaðsins mundu eftir því að eldur hefði kviknað á sama stað upp úr 1990 og taldi einn að tekið hefði tvo daga að slökkva eldinn. Hringrás hefur unnið úr brotajárni og selt á erlendan markað í fimm áratugi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. MYNDASÍÐA Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Íbúum í nágrenninu var einnig ráðlagt að loka gluggum og kynda íbúðir sínar til að reykur bærist síður inn. Fólkið sem yfirgefa þurfti íbúðir sínar var flutt í Langholtsskóla, en lögregla bað um 15 strætisvagna til að annast flutninginn. Kolsvartan og þykkan reykinn lagði yfir miðbæ Reykjavíkur og höfuðstöðvar Olís sem standa sunnan við vinnslusvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að meðal þess sem brynni væri dekkjalager, vöruskemma og önnur spilliefni og því ljóst að reykurinn væri mjög eitraður. Á ellefta tímanum í gærkvöldi vann slökkviliðið að því að einangra dekkjahrúguna og fjarlægja annan eldsmat af svæðinu sem var mjög mikill að sögn varðstjóra. Á svæðinu voru gaskútar en frá þeim var ekki talin mikil sprengihætta. Þó kváðu við sprenginar úr eldhafinu. Slökkviliðið naut aðstoðar ljósvakamiðla við að vara íbúa eitruðum reyknum við auk þess sem send voru út skilaboð til fólks í gegnum Boða-skilaboðakerfi Símans. Slökkviliðið notaði sérstaka froðu fyrir olíubruna til að berjast við eldinn þar vatn dugar ekki á bráðin olíuefnin úr gúmmídekkjunum. Þá voru eldsupptök ekki ljós. Viðmælendur blaðsins mundu eftir því að eldur hefði kviknað á sama stað upp úr 1990 og taldi einn að tekið hefði tvo daga að slökkva eldinn. Hringrás hefur unnið úr brotajárni og selt á erlendan markað í fimm áratugi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. MYNDASÍÐA
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira