Ítölsk jólakaka 13. október 2005 15:02 Kakan er þétt og algert sælgæti fyrir þá sem kunna að meta hnetur á annað borð. Panforte di Siena Ítölsk jólakaka frá Siena Aðferð: 200 g möndlur (hýðislausar) - gróft saxaðar 100 g macademiahnetur - gróft saxaðar 100 g valhnetur - gróft saxaðar 100 g pecanhnetur - gróft saxaðar 300 g sykraður appelsínu- og sítrónubörkur 50 g þurrkaðar gráfíkjur 200 g sykur 100 g hunang (t.d. Acacia) 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 1/2 tsk. koríander 1/2 tsk. múskat 1/2 tsk. engifer 2 msk. hveiti Flórsykur Ofninn er hitaður í 160 °C. Hnetur, möndlur og gráfíkjur eru saxaðar gróft. Allt sett í skál ásamt appelsínu- og sítrónuberki, kryddi og hveiti og blandað saman. Sykur og hunang er brætt saman í vatnsbaði á meðalhita og hrært í allan tímann meðan sykurinn bráðnar. Sykur- og hunangsblöndunni er hellt varlega út í hnetu- og ávaxtablönduna. Þessu öllu blandað vel saman. Form (um 25 cm. í þvermál) smurt vel eða settur bökunarpappír. Blöndunni er þjappað vel í formið. Deigið virðist vera óþétt og hrönglað en það á eftir að þéttast algjörlega í ofninum og bindast vel. Kakan bökuð um 40 mínútur. Gott er að taka kökuna fljótlega úr forminu. (Ekki gefast upp þó að kakan virðist klessast við botninn -- þarf bara smá lagni og þolinmæði) Það þarf að geyma kökuna í kæli lágmark nokkrar klukkustundir og helst sólarhring áður en hún er borin fram en þegar hún er tekin fram þá á að drussa vel af flórsykri yfir hana. Þessi kaka geymist í álpappír eða í loftþéttu boxi í kæliskáp í mánuð og má geyma í frysti í þrjá mánuði. Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Kakan er þétt og algert sælgæti fyrir þá sem kunna að meta hnetur á annað borð. Panforte di Siena Ítölsk jólakaka frá Siena Aðferð: 200 g möndlur (hýðislausar) - gróft saxaðar 100 g macademiahnetur - gróft saxaðar 100 g valhnetur - gróft saxaðar 100 g pecanhnetur - gróft saxaðar 300 g sykraður appelsínu- og sítrónubörkur 50 g þurrkaðar gráfíkjur 200 g sykur 100 g hunang (t.d. Acacia) 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 1/2 tsk. koríander 1/2 tsk. múskat 1/2 tsk. engifer 2 msk. hveiti Flórsykur Ofninn er hitaður í 160 °C. Hnetur, möndlur og gráfíkjur eru saxaðar gróft. Allt sett í skál ásamt appelsínu- og sítrónuberki, kryddi og hveiti og blandað saman. Sykur og hunang er brætt saman í vatnsbaði á meðalhita og hrært í allan tímann meðan sykurinn bráðnar. Sykur- og hunangsblöndunni er hellt varlega út í hnetu- og ávaxtablönduna. Þessu öllu blandað vel saman. Form (um 25 cm. í þvermál) smurt vel eða settur bökunarpappír. Blöndunni er þjappað vel í formið. Deigið virðist vera óþétt og hrönglað en það á eftir að þéttast algjörlega í ofninum og bindast vel. Kakan bökuð um 40 mínútur. Gott er að taka kökuna fljótlega úr forminu. (Ekki gefast upp þó að kakan virðist klessast við botninn -- þarf bara smá lagni og þolinmæði) Það þarf að geyma kökuna í kæli lágmark nokkrar klukkustundir og helst sólarhring áður en hún er borin fram en þegar hún er tekin fram þá á að drussa vel af flórsykri yfir hana. Þessi kaka geymist í álpappír eða í loftþéttu boxi í kæliskáp í mánuð og má geyma í frysti í þrjá mánuði.
Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira